Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2020 22:12 Hraunból, eins og aðrir bæir á Brunasandi, reis við lindir og læki sem spruttu undan nýja hrauninu. Búið var í gamla bænum til ársins 2004. Nýja íbúðarhúsið fjær við hraunjaðarinn. Þar fyrir ofan sést Orustuhóll. Einar Árnason Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira