„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:46 Tómas Guðbjartsson lýsir vanþóknun sinni vegna sölunnar á Hjörleifshöfða í færslu á Facebook. Vísir/Vilhelm Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða. Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“ Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira