Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 12:22 Sigríður Andersen gagnrýnir forsendur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem leggi mikið vægi á einn dóm Hæstaréttar í málinu en hunsi annan. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. Sigríður Andersen sat í málflutingi málsins fyrir yfirdeildinni í Strasbourg í febrúar. Hún hafi sagt þá og segði aftur núna að hún byggist við þessari niðurstöðu. „Enda er þetta ekki dómstóll í þeim hefðbundna skilningi sem við leggjum í það hugtak. Þarna er sami dómari sem endurskoðar eigin úrlausn. Það vill til að það er dómari frá okkar landi sem hefur mest um þetta að segja í þessum dómi. Þannig að þetta semsagt kemur mér ekkert á óvart,“ segir Sigríður og vísar þar til setu Róberts Spanó í Mannréttindadómstólnum. En það er algilt að heimadómarar sitji í málum sem tengjast löndum þeirra. Sigríður segir Mannréttindadómstóllinn leggja allt vægi á dóma Hæstaréttar frá því í desember 2017 í skaðabótamálum dómaraefna sem tekin voru af dómaralistanum. Sá dómur hafi verið keðinn upp af setudómurum og aðeins einum embættisdómara. Hins vegar sé algerlega horft fram hjá dómi Hæstaréttar í maí 2018 þar sem dómarar Landsréttar voru dæmdir rétt skipaðir. „En þess utan er sérstaklega tekið fram í þessari niðurstöðu að hún leiði ekki til þess sérstaklega að íslenskra ríkið verði til dæmis skuldbundið samkvæmt samningnum til að endurupptaka alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti,“ segir Sigríður. Þá sé manninum í prófmálinu ekki dæmdar bætur. „Mér finnst þetta einmitt benda til þess sem ég hef sagt áður að þetta sé miklu meira í ætt við pólitískt at sem þarna fer fram í Strasbourgh heldur en lögfræði. Og svo sannarlega ekki í samræmi við íslenska lögfræði,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi. En Sigríður sagði á sínum tíma að könnun hennar hefði leitt í ljós að engin meirihluti væri fyrir skipan dómaraefni á lista hæfnisnefndar óbreyttan fyrir þingið. En hefði kannski bara verið rétt að láta skeika á sköpuðu og leggja þann lista óbreyttan? „Það verður auðvitað ekki lögð á ráðherra sú skylda að leggja fyrir þingið mál sem engin samstaða er um,“ segir Sigríður. Alþingi væri sýnd ótrúleg óvirðing með þessum dómi mannréttindadómstólsins. Þannig að þú telur í raun og veru að þessi dómur skipti engu máli og muni ekki hafa neinar afleiðingar? „Nú ertu að tala við lögfræðing. Ég get sagt þér það að mér hefur virst að mál sem fara fyrir dóm þessa dagana og misserin að stað þess að setja niður deilur virðast dómsmál vera að vekja upp fleiri spurningar en þeim er ætlað að svara. Og ég ætla ekkert að útliloka að menn geti þvælt þessu máli frekar í dómstólum ef þeir vilja,“ segir Sigríður Andersen. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Sigríður Andersen sat í málflutingi málsins fyrir yfirdeildinni í Strasbourg í febrúar. Hún hafi sagt þá og segði aftur núna að hún byggist við þessari niðurstöðu. „Enda er þetta ekki dómstóll í þeim hefðbundna skilningi sem við leggjum í það hugtak. Þarna er sami dómari sem endurskoðar eigin úrlausn. Það vill til að það er dómari frá okkar landi sem hefur mest um þetta að segja í þessum dómi. Þannig að þetta semsagt kemur mér ekkert á óvart,“ segir Sigríður og vísar þar til setu Róberts Spanó í Mannréttindadómstólnum. En það er algilt að heimadómarar sitji í málum sem tengjast löndum þeirra. Sigríður segir Mannréttindadómstóllinn leggja allt vægi á dóma Hæstaréttar frá því í desember 2017 í skaðabótamálum dómaraefna sem tekin voru af dómaralistanum. Sá dómur hafi verið keðinn upp af setudómurum og aðeins einum embættisdómara. Hins vegar sé algerlega horft fram hjá dómi Hæstaréttar í maí 2018 þar sem dómarar Landsréttar voru dæmdir rétt skipaðir. „En þess utan er sérstaklega tekið fram í þessari niðurstöðu að hún leiði ekki til þess sérstaklega að íslenskra ríkið verði til dæmis skuldbundið samkvæmt samningnum til að endurupptaka alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti,“ segir Sigríður. Þá sé manninum í prófmálinu ekki dæmdar bætur. „Mér finnst þetta einmitt benda til þess sem ég hef sagt áður að þetta sé miklu meira í ætt við pólitískt at sem þarna fer fram í Strasbourgh heldur en lögfræði. Og svo sannarlega ekki í samræmi við íslenska lögfræði,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi. En Sigríður sagði á sínum tíma að könnun hennar hefði leitt í ljós að engin meirihluti væri fyrir skipan dómaraefni á lista hæfnisnefndar óbreyttan fyrir þingið. En hefði kannski bara verið rétt að láta skeika á sköpuðu og leggja þann lista óbreyttan? „Það verður auðvitað ekki lögð á ráðherra sú skylda að leggja fyrir þingið mál sem engin samstaða er um,“ segir Sigríður. Alþingi væri sýnd ótrúleg óvirðing með þessum dómi mannréttindadómstólsins. Þannig að þú telur í raun og veru að þessi dómur skipti engu máli og muni ekki hafa neinar afleiðingar? „Nú ertu að tala við lögfræðing. Ég get sagt þér það að mér hefur virst að mál sem fara fyrir dóm þessa dagana og misserin að stað þess að setja niður deilur virðast dómsmál vera að vekja upp fleiri spurningar en þeim er ætlað að svara. Og ég ætla ekkert að útliloka að menn geti þvælt þessu máli frekar í dómstólum ef þeir vilja,“ segir Sigríður Andersen.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14