Boða nýjar sundlaugar, knatthús og hjólaborg á heimsmælikvarða Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 13:28 Á fundinum kom fram að metsamdráttur sé í hagkerfinu og atvinnuleysi í borginni nú meira en 10 prósent. Borgin og fyrirtæki hennar ætli sér að „nota styrk sinn“ til að tryggja öfluga viðspyrnu næstu þrjú ár með alls 175 milljarða fjárfestingu. Reykjavíkurborg Tíu þúsund nýjar íbúðir og þrjár nýjar sundlaugar á næstu tíu árum. Fjárfestingar fyrir 175 milljarða á næstu þremur árum. Reykjavík verði hjólaborg á heimsmælikvarða. Allt kemur þetta fram í svokölluðu Græna plani Reykjavíkurborgar sem kynnt var á fréttamannafundi oddvita þeirra flokka sem saman mynda meirihluta í borgarstjórn í dag. Á fundinum kom fram að metsamdráttur sé í hagkerfinu vegna heimsfaraldursins og atvinnuleysi í borginni nú meira en 10 prósent. Rekstrarniðurstaða samstæðu sé neikvæð um 11,3 milljarða króna en að stefnt sé að því að hún verði jákvæð eftir tvö ár. Að neðan má sjá fréttamannafundinn í heild sinni. Þá kom fram að borgin og fyrirtæki hennar muni „nota styrk sinn“ til að tryggja öfluga viðspyrnu næstu þrjú ár með alls 175 milljarða fjárfestingu. Í tilkynningu frá borginni eru tíunduð nokkur dæmi um „lykilfjárfestingaverkefni“ í Reykjavík yfir tímabil Græna plansins sem nær til ársins 2030. Frá fréttamannafundinum í dag.Vísir/Sigurjón 175 milljarða fjárfestingar á 3 árum. Á næstu þremur árum ætlar Reykjavíkurborg að verja 95 milljörðum í fjárfestingar. Stór hluti þeirra fellur undir grænar fjárfestingar. Fyrirtæki borgarinnar munu á sama tíma fjárfesta fyrir 80 milljarða, stærstu fjárfestingarnar verða í grænum innviðum og félagslegu húsnæði. Milljarður í ný störf og 5 milljarðar árlega í ný húsnæðisúrræði. Milljarði króna verður varið í að búa til ný störf fyrir atvinnulausa, stuðningsúrræði og virkni fyrir fólk á fjárhagsaðstoð á næsta ári. Yfir 5 milljarðar verða lagðir árlega á næstu árum í átak í uppbyggingu búsetuúrræða fatlaðs fólks og fyrir heimilislausa og fjölgun félagslegra leiguíbúða Græn samgöngubylting. Með Borgarlínu, orkuskiptum og hjólastígakerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður bylting í grænum samgöngum. Reykjavík verður hjólaborg á heimsmælikvarða. Grænar fjárfestingar í samgöngusáttmála ríkis og SSH í Reykjavík verða yfir 50 milljarðar til 2030. 10 milljarðar í stafræna umbreytingu þjónustu. Allri þjónustu og afgreiðslu sem hægt er að færa á netið verður umbreytt á þremur árum með tíu milljarða fjárfestingu í upplýsingatækni og stafrænni umbreytingu borgarinnar. Nýir skólar, græn hverfi. Nýir skólar rísa í Skerjafirði, Vogabyggð og Ártúnshöfða og leikskólaplássum verður fjölgað til að taka inn ársgömul börn. Nýju hverfin á Ártúnshöfða og í Skerjafirði verða grænustu hverfi sem risið hafa í Reykjavík. 10 milljarðar í viðhaldsverkefni. Tíu milljörðum verður varið í viðhald næstu þrjú ár. Fjárveitingar til endurnýjunar eldra skólahúsnæðis verða stórhækkaðar og Borgarbókasafnið í Grófarhúsi og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi verða endurnýjuð. Fjárfest í grænni borg. Götur í öllum hverfum fá grænna yfirbragð og meiri gróður, græn svæði og almenningsgarðar verða fegraðir, ásýnd borgarinnar verður blómlegri og skógrækt aukin með gróðursetningu Loftslagsskóga Reykjavíkur. Þrjár nýjar sundlaugar, knatthús og íþróttaaðstaða. Lýðheilsa, hreyfing og íþróttaþátttaka verður efld með fimleikahúsum í Breiðholti og Árbæ, knatthúsi í Vesturbæ og betri íþróttaaðstöðu víða um borgina. Þrjár nýjar sundlaugar eru á tíu ára áætlun; í Úlfarsárdal, Fossvogi og í Elliðaárvogi. Uppbygging útivistarsvæða um alla borg. Fleiri áningarstaðir og innviðir til útivistar byggðir upp í Elliðaárdal og Öskjuhlíð og sjóbaðsaðstaða útbúin við strandlengjuna. Vetrargarður í Breiðholti og skíðasvæðin í Bláfjöllum stórefld. Útivistaraðstaða bætt við Rauðavatn og á Hólmsheiði þar sem einnig verða gerðar reiðleiðir. 10.000 íbúðir á 10 árum. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að fjárfesta 12 milljarða í innviðum þar sem næstu 10.000 íbúðir í Reykjavík rísa. Þær verða af öllum stærðum og gerðum, fyrir allan aldur og tekjuhópa og flestar staðsettar nálægt Borgarlínu og lifandi atvinnukjörnum. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Á fundinum kom fram að metsamdráttur sé í hagkerfinu vegna heimsfaraldursins og atvinnuleysi í borginni nú meira en 10 prósent. Rekstrarniðurstaða samstæðu sé neikvæð um 11,3 milljarða króna en að stefnt sé að því að hún verði jákvæð eftir tvö ár. Að neðan má sjá fréttamannafundinn í heild sinni. Þá kom fram að borgin og fyrirtæki hennar muni „nota styrk sinn“ til að tryggja öfluga viðspyrnu næstu þrjú ár með alls 175 milljarða fjárfestingu. Í tilkynningu frá borginni eru tíunduð nokkur dæmi um „lykilfjárfestingaverkefni“ í Reykjavík yfir tímabil Græna plansins sem nær til ársins 2030. Frá fréttamannafundinum í dag.Vísir/Sigurjón 175 milljarða fjárfestingar á 3 árum. Á næstu þremur árum ætlar Reykjavíkurborg að verja 95 milljörðum í fjárfestingar. Stór hluti þeirra fellur undir grænar fjárfestingar. Fyrirtæki borgarinnar munu á sama tíma fjárfesta fyrir 80 milljarða, stærstu fjárfestingarnar verða í grænum innviðum og félagslegu húsnæði. Milljarður í ný störf og 5 milljarðar árlega í ný húsnæðisúrræði. Milljarði króna verður varið í að búa til ný störf fyrir atvinnulausa, stuðningsúrræði og virkni fyrir fólk á fjárhagsaðstoð á næsta ári. Yfir 5 milljarðar verða lagðir árlega á næstu árum í átak í uppbyggingu búsetuúrræða fatlaðs fólks og fyrir heimilislausa og fjölgun félagslegra leiguíbúða Græn samgöngubylting. Með Borgarlínu, orkuskiptum og hjólastígakerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður bylting í grænum samgöngum. Reykjavík verður hjólaborg á heimsmælikvarða. Grænar fjárfestingar í samgöngusáttmála ríkis og SSH í Reykjavík verða yfir 50 milljarðar til 2030. 10 milljarðar í stafræna umbreytingu þjónustu. Allri þjónustu og afgreiðslu sem hægt er að færa á netið verður umbreytt á þremur árum með tíu milljarða fjárfestingu í upplýsingatækni og stafrænni umbreytingu borgarinnar. Nýir skólar, græn hverfi. Nýir skólar rísa í Skerjafirði, Vogabyggð og Ártúnshöfða og leikskólaplássum verður fjölgað til að taka inn ársgömul börn. Nýju hverfin á Ártúnshöfða og í Skerjafirði verða grænustu hverfi sem risið hafa í Reykjavík. 10 milljarðar í viðhaldsverkefni. Tíu milljörðum verður varið í viðhald næstu þrjú ár. Fjárveitingar til endurnýjunar eldra skólahúsnæðis verða stórhækkaðar og Borgarbókasafnið í Grófarhúsi og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi verða endurnýjuð. Fjárfest í grænni borg. Götur í öllum hverfum fá grænna yfirbragð og meiri gróður, græn svæði og almenningsgarðar verða fegraðir, ásýnd borgarinnar verður blómlegri og skógrækt aukin með gróðursetningu Loftslagsskóga Reykjavíkur. Þrjár nýjar sundlaugar, knatthús og íþróttaaðstaða. Lýðheilsa, hreyfing og íþróttaþátttaka verður efld með fimleikahúsum í Breiðholti og Árbæ, knatthúsi í Vesturbæ og betri íþróttaaðstöðu víða um borgina. Þrjár nýjar sundlaugar eru á tíu ára áætlun; í Úlfarsárdal, Fossvogi og í Elliðaárvogi. Uppbygging útivistarsvæða um alla borg. Fleiri áningarstaðir og innviðir til útivistar byggðir upp í Elliðaárdal og Öskjuhlíð og sjóbaðsaðstaða útbúin við strandlengjuna. Vetrargarður í Breiðholti og skíðasvæðin í Bláfjöllum stórefld. Útivistaraðstaða bætt við Rauðavatn og á Hólmsheiði þar sem einnig verða gerðar reiðleiðir. 10.000 íbúðir á 10 árum. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að fjárfesta 12 milljarða í innviðum þar sem næstu 10.000 íbúðir í Reykjavík rísa. Þær verða af öllum stærðum og gerðum, fyrir allan aldur og tekjuhópa og flestar staðsettar nálægt Borgarlínu og lifandi atvinnukjörnum.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira