Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 23:41 Spákort ECMWF sem sýnir í litum hita í 850 hPa. EInar Sveinbjörnsson/Blika.is Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. „Norðan loftið sem steypist yfir okkur næstu daga er hreinræktað heimskautaloft. Kjarni þess fer suður yfir vestanvert landið,“ segir Einar í færslu sinni. Hann bendir á að vetrarkuldi sé almennt af tvennum toga: annars vegar þegar hæglátt er og stjörnubjart en hins vegar þegar loft kemur frá köldum svæðum með strekkingi og stundum hvassri norðanátt. „Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vindinum. Þannig er það einmitt nú,“ segir Einar. Þannig megi vænta sex til sjö stiga frosts á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag og vindi um 10 m/s. Sé „rykið dustað“ af vindkælingartölunum muni frost við Veðurstofuna Í Reykjavík á hádegi á fimmtudag jafngilda nærri sextán stigum. „Sé horft á vindinn saman með kulda loftsins þarf líklega að fara aftur til 2013 (4-6 des.) til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vindur heldur hægari, en meira frost. „Kuldagæði“ hins vegar svipuð. Mun kaldari tilvik má auðveldlega finna áður fyrr á árum s.s á milli 1965-1985,“ segir Einar. „Ef til vill er þörf á kuldaviðvörun þar sem dúða þarf leikskólabörn sérstaklega á fimmtudag og föstudag (kalt fram á laugardag) og aðrir úti við hugi að skjólgóðu höfuðfati og hlýjum vetrarskóm. Ullarvetlingar koma líka í góðar þarfir.“ Veður Reykjavík Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
„Norðan loftið sem steypist yfir okkur næstu daga er hreinræktað heimskautaloft. Kjarni þess fer suður yfir vestanvert landið,“ segir Einar í færslu sinni. Hann bendir á að vetrarkuldi sé almennt af tvennum toga: annars vegar þegar hæglátt er og stjörnubjart en hins vegar þegar loft kemur frá köldum svæðum með strekkingi og stundum hvassri norðanátt. „Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vindinum. Þannig er það einmitt nú,“ segir Einar. Þannig megi vænta sex til sjö stiga frosts á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag og vindi um 10 m/s. Sé „rykið dustað“ af vindkælingartölunum muni frost við Veðurstofuna Í Reykjavík á hádegi á fimmtudag jafngilda nærri sextán stigum. „Sé horft á vindinn saman með kulda loftsins þarf líklega að fara aftur til 2013 (4-6 des.) til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vindur heldur hægari, en meira frost. „Kuldagæði“ hins vegar svipuð. Mun kaldari tilvik má auðveldlega finna áður fyrr á árum s.s á milli 1965-1985,“ segir Einar. „Ef til vill er þörf á kuldaviðvörun þar sem dúða þarf leikskólabörn sérstaklega á fimmtudag og föstudag (kalt fram á laugardag) og aðrir úti við hugi að skjólgóðu höfuðfati og hlýjum vetrarskóm. Ullarvetlingar koma líka í góðar þarfir.“
Veður Reykjavík Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira