Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 16:44 Nýútskrifaðir afganskir hermenn. Ekkert lát hefur verið á árásum Talibana undanfarna mánuði og er mikil áhersla lögð á að ná vopnahléi. AP/Rahmat Gul Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. Samkomulagið felur í sér að frekari viðræður geta nú hafist um mögulegt vopnahlé í Afganistan. Þrátt fyrir að um lítið skref er að ræða og að það hafi tekið samningamennina tæpa þrjá mánuði að taka það og á þeim tíma hefur ekkert lát verið á árásum vígamanna Talibana á stjórnarher Afganistan. Talibanar neituðu að samþykkja vopnahlé þegar viðræðurnar hófust í Doha í Katar. Þeir hafa fjölgað árásum sínum á undanförnum mánuðum, samhliða friðarviðræðum við Bandaríkin til að styrkja stöðu sína fyrir viðræðurnar við ríkisstjórnina. Reuters segir að vopnahlé sé það sem samningamenn ríkisstjórnarinnar muni leggja mesta áherslu á. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji kalla alla hermenn heim frá ríkinu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að Trump stefni að því að fækka hermönnum í Afganistan um helming. Kalla rúmlega tvö þúsund hermenn heim svo um 2.500 verði eftir, áður en hann lætur af embætti í janúar. Hersveitir annarra ríkja eiga að yfirgefa landið fyrir maí á næsta ári, í staðinn fyrir fyrirheit Talibana varðandi það að þeir styðji ekki við hryðjuverk. Meðal annarra hafa Þjóðverjar varað við því að kalla hermenn of snemma heim frá Afganistan. Slíku þurfi að fylgja ákveðin skilyrði. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af fækkun bandarískra hermanna í Afganistan. Ekki væri hægt að tryggja öryggi þýskra hermanna þar án stuðningi Bandaríkjanna. Þetta sagði hann á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í gær. NATO er með um ellefu þúsund hermenn í Afganistan. Þar af eru flestir frá Evrópu og öðrum aðildarríkjum. Þeir treysta allir á stuðning Bandaríkjanna varðandi birgðaflutninga og jafnvel flótta á þyrlum Bandaríkjanna. Maas sagði að þýskir hermenn ættu alls ekki að vera í Afganistan til frambúðar en brottflutningur þeirra þyrfti að vera í samhengi við friðarviðræður. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28 Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53 Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að frekari viðræður geta nú hafist um mögulegt vopnahlé í Afganistan. Þrátt fyrir að um lítið skref er að ræða og að það hafi tekið samningamennina tæpa þrjá mánuði að taka það og á þeim tíma hefur ekkert lát verið á árásum vígamanna Talibana á stjórnarher Afganistan. Talibanar neituðu að samþykkja vopnahlé þegar viðræðurnar hófust í Doha í Katar. Þeir hafa fjölgað árásum sínum á undanförnum mánuðum, samhliða friðarviðræðum við Bandaríkin til að styrkja stöðu sína fyrir viðræðurnar við ríkisstjórnina. Reuters segir að vopnahlé sé það sem samningamenn ríkisstjórnarinnar muni leggja mesta áherslu á. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji kalla alla hermenn heim frá ríkinu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að Trump stefni að því að fækka hermönnum í Afganistan um helming. Kalla rúmlega tvö þúsund hermenn heim svo um 2.500 verði eftir, áður en hann lætur af embætti í janúar. Hersveitir annarra ríkja eiga að yfirgefa landið fyrir maí á næsta ári, í staðinn fyrir fyrirheit Talibana varðandi það að þeir styðji ekki við hryðjuverk. Meðal annarra hafa Þjóðverjar varað við því að kalla hermenn of snemma heim frá Afganistan. Slíku þurfi að fylgja ákveðin skilyrði. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af fækkun bandarískra hermanna í Afganistan. Ekki væri hægt að tryggja öryggi þýskra hermanna þar án stuðningi Bandaríkjanna. Þetta sagði hann á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í gær. NATO er með um ellefu þúsund hermenn í Afganistan. Þar af eru flestir frá Evrópu og öðrum aðildarríkjum. Þeir treysta allir á stuðning Bandaríkjanna varðandi birgðaflutninga og jafnvel flótta á þyrlum Bandaríkjanna. Maas sagði að þýskir hermenn ættu alls ekki að vera í Afganistan til frambúðar en brottflutningur þeirra þyrfti að vera í samhengi við friðarviðræður.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28 Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53 Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28
Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06