Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 22:17 Thatcher lést 8. apríl 2013. Getty Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa. Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá. Bretland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá.
Bretland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira