Hræddastur við að fólk haldi að þetta sé búið og sleppi fram af sér beislinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 08:02 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst hræddastur við að fólk haldi nú að baráttunni við Covid-19 sé lokið og leyfi sér því að slaka á í samræmi við það. Hann segir baráttunni alls ekki lokið og ekki sé hægt að sleppa fram af sér beislinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira