Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 14:28 Kristján Guy Burgess segir að þörf sé á aukinni umræðu um utanríkismál á Alþingi. Hann segir nauðsynlegt að gera gagngerar breytingar á hlutverki og verkefnum utanríkismálanefndar. Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki. Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy. Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy.
Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira