Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 07:11 Sundlaugargestir hópast saman fyrir utan Laugardalslaugina, rétt fyrir opnun, klukkan 6:30. Vísir/Atli Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira