Geimfararnir sem stefna á tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 13:10 Fimm geimfarar voru á fundi NASA í gær þar sem hópurinn var kynntur. Mike Pence, varaforseti, sagði að næstu geimfararnir til að ganga á tunglinu væru í hópnum. NASA/Kim Shiflett Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. Markmið NASA er að senda menn til tunglsins aftur árið 2024. Alls er búið að velja átján geimfara sem mynda Artemis-teymið. Þegar hópurinn var kynntur í gær sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að næstu geimfarar sem munu stíga niður fæti á yfirborði tunglsins væru í þessum hópi. Í hópnumn eru bæði geimfarar með mikla reynslu og aðrir sem eru yngri og reynsluminni. NASA mun vinna með alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum og á vef stofnunarinnar segir að fleiri erlendir geimfarar gætu bæst í hópinn í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem NASA birti í gær þar sem hópurinn er kynntur. Frekari upplýsingar um geimfarana má svo finna hér, á vef NASA. Tveir þeirra, Victor Glover og Kate Rubins, eru nú stödd í alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Artemis áætlunin var nefnd í höfuð grísku gyðjunnar, sem er einnig systir Appolo. Það er nafn áætlunarinnar sem sneri að gömlu tunglferðunum. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Samkvæmt áætlunum NASA á að senda ómönnuð geimför á braut um tunglið strax á næsta ári og svo á að senda fjóra geimfara á braut um tunglið árið 2023. Því næst, fyrir árið 2025, á svo að senda tvo geimfara til tunglsins. Notast á við Space Launch System, eða SLS, eldflaugarnar og Orion geimfarið til að koma þessum geimförum til tunglsins. Þróun SLS hefur orðið fyrir töfum og miklum aukakostnaði en nú er hún sögð langt komin og stendur til að prófa að skjóta fyrstu eldflauginni á loft á næsta ári. Hún á að bera ómannað Orion geimfar. Forsvarsmenn NASA hafa þó lent í vandræðum vegna skorts á fjármagni til þróunar lendingarfara. Fyrirtækin Blue Origin, SpaceX og Dynetics vinna nú að þróun geimfara sem eiga að lenda með geimförum á tunglinu. Ef áætlun NASA á að ganga eftir þarf sú þróunarvinna að ganga hratt fyrir sig. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nýverið að verið væri að ræða við þingmenn um þá fjármögnun sem þyrfti. NASA hefur farið fram á 3,3 milljarða dala og samkvæmt frétt SpaceflightNow er óljóst hvort að ríkisstjórn Joes Biden muni taka vel í það að svo stöddu. Sérstaklega með tilliti til þeirra efnahagsvandræða sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur valdið. Tunglið Geimurinn Bandaríkin Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Markmið NASA er að senda menn til tunglsins aftur árið 2024. Alls er búið að velja átján geimfara sem mynda Artemis-teymið. Þegar hópurinn var kynntur í gær sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að næstu geimfarar sem munu stíga niður fæti á yfirborði tunglsins væru í þessum hópi. Í hópnumn eru bæði geimfarar með mikla reynslu og aðrir sem eru yngri og reynsluminni. NASA mun vinna með alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum og á vef stofnunarinnar segir að fleiri erlendir geimfarar gætu bæst í hópinn í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem NASA birti í gær þar sem hópurinn er kynntur. Frekari upplýsingar um geimfarana má svo finna hér, á vef NASA. Tveir þeirra, Victor Glover og Kate Rubins, eru nú stödd í alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Artemis áætlunin var nefnd í höfuð grísku gyðjunnar, sem er einnig systir Appolo. Það er nafn áætlunarinnar sem sneri að gömlu tunglferðunum. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Samkvæmt áætlunum NASA á að senda ómönnuð geimför á braut um tunglið strax á næsta ári og svo á að senda fjóra geimfara á braut um tunglið árið 2023. Því næst, fyrir árið 2025, á svo að senda tvo geimfara til tunglsins. Notast á við Space Launch System, eða SLS, eldflaugarnar og Orion geimfarið til að koma þessum geimförum til tunglsins. Þróun SLS hefur orðið fyrir töfum og miklum aukakostnaði en nú er hún sögð langt komin og stendur til að prófa að skjóta fyrstu eldflauginni á loft á næsta ári. Hún á að bera ómannað Orion geimfar. Forsvarsmenn NASA hafa þó lent í vandræðum vegna skorts á fjármagni til þróunar lendingarfara. Fyrirtækin Blue Origin, SpaceX og Dynetics vinna nú að þróun geimfara sem eiga að lenda með geimförum á tunglinu. Ef áætlun NASA á að ganga eftir þarf sú þróunarvinna að ganga hratt fyrir sig. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nýverið að verið væri að ræða við þingmenn um þá fjármögnun sem þyrfti. NASA hefur farið fram á 3,3 milljarða dala og samkvæmt frétt SpaceflightNow er óljóst hvort að ríkisstjórn Joes Biden muni taka vel í það að svo stöddu. Sérstaklega með tilliti til þeirra efnahagsvandræða sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur valdið.
Tunglið Geimurinn Bandaríkin Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59
NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11
Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“