Mun fólk flýja höfuðborgina? Jón Páll Hreinsson skrifar 10. desember 2020 17:00 Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Byggðamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun