Afríka slapp ekki Ragnar Schram og Hans Steinar Bjarnason skrifa 10. desember 2020 18:00 Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt. Smit- og dánartölur í Afríku eru vissulega lægri en víðast hvar annarsstaðar en þær eru nú aftur á uppleið og segja aðeins hálfa söguna um ástandið. Erfitt er fyrir Evrópubúa að setja sig í spor Afríkubúa. Tækni, samgöngur, menntun, rafmagn, heilsugæsla, aldurssamsetning og svo margt annað er afar ólíkt því sem þekkist á vesturlöndum. Efnahagur Afríku er heilt yfir brothættur og má ekki við miklum áföllum. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hafa víðast hvar komið verulega illa niður á verslun, iðnaði og félagsþjónustu og fátækt er þegar farin að aukast á ný. Skólahald liggur víða niðri og börn eru farin að vinna til að hjálpa við tekjuöflun heimilanna. Óttast er að stór hluti þessara barna snúi ekki aftur í skóla. 12 ára stúlkur þungaðar Eitt það átakanlegasta við niðurstöður úttektarinnar er aukið ofbeldi gegn konum og börnum á tímum faraldursins. Þunganir unglingsstúlkna frá 18 ára og allt niður í 12 ára aldur eru orðnar að öðrum faraldri. Í einni sýslu í Kenía var tilkynnt um fjögur þúsund þunganir stúlkubarna, eingöngu á tímabilinu mars til júní, og voru um 200 þessara stúlkna undir 14 ára aldri. Þetta á aðeins við um tilkynnt tilfelli en þau eru í raun mun fleiri. Gerendurnir eru langflestir tengdir stúlkunum fjölskylduböndum og stúlkurnar eru ólíklegar til að snúa aftur til náms. Þetta vandamál á einnig við um flest önnur Afríkuríki. 73% aukning á heimilisofbeldi Einnig er sláandi að sjá tölur yfir annað kynferðisofbeldi gegn konum á svæðinu sem úttektin náði til. 73% þeirra kvenna sem rætt var við búa við aukið ofbeldi af hálfu maka. 51% eru þolendur kynferðisofbeldis á heimilinu. 21% verða fyrir áreiti við vatnsstöðvar og 32% aukning er á þvinguðum barnagiftingum stúlkna. Nú þegar nálgast árslok er önnur bylgja í kortunum á sama tíma og fátækt er að aukast á ný og ofbeldi gegn konum og börnum er í veldisvexti. Í fjarlægð hafa margir andað léttar fyrir hönd Afríku en við höfum ekki efni á því. Afríka er ekki sloppin. Þetta er ekki búið. Nánar má lesa um þessa úttekt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt. Smit- og dánartölur í Afríku eru vissulega lægri en víðast hvar annarsstaðar en þær eru nú aftur á uppleið og segja aðeins hálfa söguna um ástandið. Erfitt er fyrir Evrópubúa að setja sig í spor Afríkubúa. Tækni, samgöngur, menntun, rafmagn, heilsugæsla, aldurssamsetning og svo margt annað er afar ólíkt því sem þekkist á vesturlöndum. Efnahagur Afríku er heilt yfir brothættur og má ekki við miklum áföllum. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hafa víðast hvar komið verulega illa niður á verslun, iðnaði og félagsþjónustu og fátækt er þegar farin að aukast á ný. Skólahald liggur víða niðri og börn eru farin að vinna til að hjálpa við tekjuöflun heimilanna. Óttast er að stór hluti þessara barna snúi ekki aftur í skóla. 12 ára stúlkur þungaðar Eitt það átakanlegasta við niðurstöður úttektarinnar er aukið ofbeldi gegn konum og börnum á tímum faraldursins. Þunganir unglingsstúlkna frá 18 ára og allt niður í 12 ára aldur eru orðnar að öðrum faraldri. Í einni sýslu í Kenía var tilkynnt um fjögur þúsund þunganir stúlkubarna, eingöngu á tímabilinu mars til júní, og voru um 200 þessara stúlkna undir 14 ára aldri. Þetta á aðeins við um tilkynnt tilfelli en þau eru í raun mun fleiri. Gerendurnir eru langflestir tengdir stúlkunum fjölskylduböndum og stúlkurnar eru ólíklegar til að snúa aftur til náms. Þetta vandamál á einnig við um flest önnur Afríkuríki. 73% aukning á heimilisofbeldi Einnig er sláandi að sjá tölur yfir annað kynferðisofbeldi gegn konum á svæðinu sem úttektin náði til. 73% þeirra kvenna sem rætt var við búa við aukið ofbeldi af hálfu maka. 51% eru þolendur kynferðisofbeldis á heimilinu. 21% verða fyrir áreiti við vatnsstöðvar og 32% aukning er á þvinguðum barnagiftingum stúlkna. Nú þegar nálgast árslok er önnur bylgja í kortunum á sama tíma og fátækt er að aukast á ný og ofbeldi gegn konum og börnum er í veldisvexti. Í fjarlægð hafa margir andað léttar fyrir hönd Afríku en við höfum ekki efni á því. Afríka er ekki sloppin. Þetta er ekki búið. Nánar má lesa um þessa úttekt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun