Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. desember 2020 12:11 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44