Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 09:36 FKA twigs. Getty/Frazer Harrison Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“ Hollywood Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“
Hollywood Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira