Viktor lokaði markinu hjá toppliðinu og sex mörk Teits dugðu ekki til í óvæntu tapi Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2020 19:59 Viktor Gísli varði vel í marki GOG. vísir/getty Nokkrir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni bæði í fótboltanum og handboltanum á Norðurlöndunum. Atkvæðamestir þeirra voru Teitur Örn Einarsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. GOG er áfram á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann í kvöld stórsigiur á Ringsted á heimavelli, 28-22. GOG er nú þremur stigum á undan Álaborg á toppnum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. GOG var þremur mörkum yfir, 12-9, er liðin gengu til búningsherbergja en í síðari hálfleik stigu þeir á bensíngjöfina. Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, lokaði hreinlega markinu hjá GOG en hann varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig, eða ellefu skot talsins. Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá Kristianstad er liðið tapaði fyrir Hallby, 37-34, eftir að hafa leitt 19-17 í hálfleik. Ólafur Guðmundsson var ekki með Kristianstad sem er í sjötta sætinu með átján stig. Fimm stigum á eftir toppliði Malmö en Hallby er í níunda sætinu. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk, úr tveimur skotum, er SönderyskE tapaði 32-29 fyrir TTH Holstebro í danska boltanum í dag. SönderjyskE er í 7. sætinu í Danmörku. Það var Íslendingaslagur í danska fótboltanum er OB og Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli. Mikael Anderson byrjaði inn á hjá Midtjylland en var tekinn af velli á 65. mínútu. Midtjylland er jafnt Bröndby á toppi deildarinnar. Det slutter uafgjort.#OBFCM | #sldk pic.twitter.com/CYstf2cda1— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 14, 2020 Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á í hálfleik fyrir OB sem er í níunda sætinu, fjórum stigum frá topp sex hlutanum. Aron Elís Þrándarson var ekki með OB vegna meiðsla. Danski boltinn Danski handboltinn Sænski handboltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Sjá meira
GOG er áfram á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann í kvöld stórsigiur á Ringsted á heimavelli, 28-22. GOG er nú þremur stigum á undan Álaborg á toppnum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. GOG var þremur mörkum yfir, 12-9, er liðin gengu til búningsherbergja en í síðari hálfleik stigu þeir á bensíngjöfina. Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, lokaði hreinlega markinu hjá GOG en hann varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig, eða ellefu skot talsins. Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá Kristianstad er liðið tapaði fyrir Hallby, 37-34, eftir að hafa leitt 19-17 í hálfleik. Ólafur Guðmundsson var ekki með Kristianstad sem er í sjötta sætinu með átján stig. Fimm stigum á eftir toppliði Malmö en Hallby er í níunda sætinu. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk, úr tveimur skotum, er SönderyskE tapaði 32-29 fyrir TTH Holstebro í danska boltanum í dag. SönderjyskE er í 7. sætinu í Danmörku. Það var Íslendingaslagur í danska fótboltanum er OB og Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli. Mikael Anderson byrjaði inn á hjá Midtjylland en var tekinn af velli á 65. mínútu. Midtjylland er jafnt Bröndby á toppi deildarinnar. Det slutter uafgjort.#OBFCM | #sldk pic.twitter.com/CYstf2cda1— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 14, 2020 Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á í hálfleik fyrir OB sem er í níunda sætinu, fjórum stigum frá topp sex hlutanum. Aron Elís Þrándarson var ekki með OB vegna meiðsla.
Danski boltinn Danski handboltinn Sænski handboltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Sjá meira