Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 23:17 Flugher Aserbaídsjan heldur sigurgöngu í Bakú. Getty/Aziz Karimov Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. Mennirnir eru sagðir hafa tekið upp glæpi sína og birt myndböndin á samfélagsmiðlum. Tveir hermenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að hafa eyðilagt legsteina Armeníumanna. Ríkissaksóknari Aserbaídsjan sagði að tilfellin gengju þvert á hugmyndir og viðhorf Asersku þjóðarinnar. Aserbaídsjan og Armenía skrifuðu undir friðarsamning í byrjun nóvember og hafa þegar hafið fangaskipti, en þau fyrstu fóru fram í dag. Héraðið Nagorno-Karabakh hefur lengi verið deiluefni Armena og Asera. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en meirihluti íbúa þess er af Armenskum uppruna og hefur armenski meirihlutinn farið með stjórn þess frá því að sex ára stríði milli ríkjanna um svæðið lauk árið 1994. Átök milli ríkjanna hófust að nýju vegna héraðsins í lok september síðastliðnum og féllu um fimm þúsund hermenn úr báðum fylkingum. Minnst 143 almennir borgarar dóu í átökunum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Rússar komu að gerð friðarsamnings milli ríkjanna tveggja í byrjun nóvember en báðar hliðar hafa sakað hina um að hafa brotið friðarsamninginn. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan tilkynnti á sunnudag að fjórir aserskir hermenn hafi fallið í nýlegum átöku í héraðinu. Þá hefur Armenía sagt að sex af hermönnum þeirra hafi særst þegar Aserskar hersveitir gerðu atlögu að þeim. Aserbaídsjan Armenía Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa tekið upp glæpi sína og birt myndböndin á samfélagsmiðlum. Tveir hermenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að hafa eyðilagt legsteina Armeníumanna. Ríkissaksóknari Aserbaídsjan sagði að tilfellin gengju þvert á hugmyndir og viðhorf Asersku þjóðarinnar. Aserbaídsjan og Armenía skrifuðu undir friðarsamning í byrjun nóvember og hafa þegar hafið fangaskipti, en þau fyrstu fóru fram í dag. Héraðið Nagorno-Karabakh hefur lengi verið deiluefni Armena og Asera. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en meirihluti íbúa þess er af Armenskum uppruna og hefur armenski meirihlutinn farið með stjórn þess frá því að sex ára stríði milli ríkjanna um svæðið lauk árið 1994. Átök milli ríkjanna hófust að nýju vegna héraðsins í lok september síðastliðnum og féllu um fimm þúsund hermenn úr báðum fylkingum. Minnst 143 almennir borgarar dóu í átökunum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Rússar komu að gerð friðarsamnings milli ríkjanna tveggja í byrjun nóvember en báðar hliðar hafa sakað hina um að hafa brotið friðarsamninginn. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan tilkynnti á sunnudag að fjórir aserskir hermenn hafi fallið í nýlegum átöku í héraðinu. Þá hefur Armenía sagt að sex af hermönnum þeirra hafi særst þegar Aserskar hersveitir gerðu atlögu að þeim.
Aserbaídsjan Armenía Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02
Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37
Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57