Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2020 07:22 Fólki á leigumarkaði hefur fækkað á árinu. Vísir/Vilhelm Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrenni við höfuðborgarsvæði þá var nóvember hins vegar metmánuður í fjölda eigna sem teknar voru af söluskrá á meðan fjöldinn dróst verulega saman annars staðar á landsbyggðinni. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að mikil eftirspurn eftir húsnæði undanfarna mánuði sé farin að hafa töluverð áhrif á fjölda eigna sem séu til sölu á hverjum tíma. „Seinustu ár hefur meðalfjöldi eigna til sölu á höfuðborgarsvæðinu verið á bilinu 1.600-2.200 eignir. Við lok fyrra samkomubanns í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eignir. Minna framboð á eignum hefur orðið til þess að verð hefur hækkað þónokkuð undanfarna mánuði ásamt því að meðalsölutími eigna hefur dregist saman. Samkvæmt skoðanakönnun HMS og Zenter frá því í nóvember eru væntingar almennings á þá leið að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 70% svöruðu með þeim hætti. Mun meiri væntingar voru til verðhækkana á höfuðborgarsvæðinu en þar töldu 76% svarenda að verðið muni hækka á meðan ekki nema 61% á landsbyggðinni svöruðu á sama hátt. Þessar verðhækkanir eru í takti við að aukinn fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði, það á sérstaklega við höfuðborgarsvæðið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hlutfall eigna sem selst yfir ásettu verði hækkað úr 11% í júní og upp í 21% í október, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal,“ segir í skýrslunni. Leigumarkaður skreppur saman Í mánaðarskýrslunni segir einnig frá því að leigumarkaður virðist vera að skreppa saman og hafi leigjendum fækkað hlutfallslega á árinu, sér í lagi ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir að faraldurinn skall á. Þá hefur hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum aukist og má því áætlað að leigjendur virðast í auknum mæli vera að flytja í eigið húsnæði eða þá í foreldrahús. Húsnæðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í nágrenni við höfuðborgarsvæði þá var nóvember hins vegar metmánuður í fjölda eigna sem teknar voru af söluskrá á meðan fjöldinn dróst verulega saman annars staðar á landsbyggðinni. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að mikil eftirspurn eftir húsnæði undanfarna mánuði sé farin að hafa töluverð áhrif á fjölda eigna sem séu til sölu á hverjum tíma. „Seinustu ár hefur meðalfjöldi eigna til sölu á höfuðborgarsvæðinu verið á bilinu 1.600-2.200 eignir. Við lok fyrra samkomubanns í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eignir. Minna framboð á eignum hefur orðið til þess að verð hefur hækkað þónokkuð undanfarna mánuði ásamt því að meðalsölutími eigna hefur dregist saman. Samkvæmt skoðanakönnun HMS og Zenter frá því í nóvember eru væntingar almennings á þá leið að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 70% svöruðu með þeim hætti. Mun meiri væntingar voru til verðhækkana á höfuðborgarsvæðinu en þar töldu 76% svarenda að verðið muni hækka á meðan ekki nema 61% á landsbyggðinni svöruðu á sama hátt. Þessar verðhækkanir eru í takti við að aukinn fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði, það á sérstaklega við höfuðborgarsvæðið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hlutfall eigna sem selst yfir ásettu verði hækkað úr 11% í júní og upp í 21% í október, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal,“ segir í skýrslunni. Leigumarkaður skreppur saman Í mánaðarskýrslunni segir einnig frá því að leigumarkaður virðist vera að skreppa saman og hafi leigjendum fækkað hlutfallslega á árinu, sér í lagi ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir að faraldurinn skall á. Þá hefur hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum aukist og má því áætlað að leigjendur virðast í auknum mæli vera að flytja í eigið húsnæði eða þá í foreldrahús.
Húsnæðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent