Hjúkrunarheimilin og heimsóknir um jólin Anna Birna Jensdóttir, Eybjörg Hauksdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifa 16. desember 2020 13:00 Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar