Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar 31. júlí 2025 21:35 Fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Flest eru sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð og að gera megi betur. Forsenda þess að gera betur er að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem má fara betur. Hluti af því að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu er að gagnrýni sé ekki lögð að jöfnu við fordóma, hatur eða annarlega hvata. Fólk á ekki að verða fyrir ásökunum um annarlegar hvatir, hatur eða jafnvel einhvers konar þátttöku í vanheilögu ráðabruggi, ef það leyfir sér að færa fram gagnrýni. Það má sem sagt ekki vera ástand hóphugsunar, þar sem fólk er skipulega jaðarsett fyrir gagnrýnina. Þetta lærðum við líklega flest eftir íslenska efnahagshrunið, sem kom í kjölfar ástands þar sem gagnrýni var úrskurðuð andstæð íslenskum hagsmunum og þeir sem færðu hana fram sakaðir um að vinna gegn samstöðu þjóðarinnar. Ásakanir um herferð og hatur Sveitarstjóri Mýrdalshrepp birti aðsenda grein á Vísi.is í dag og mætti þar í viðtal til þess að lýsa því að umfjöllun Heimildarinnar í síðasta tölublaði hennar um margvíslegar áskoranir vegna massatúrisma á Suðurlandi, og þar með í þorpi hans, Vík í Mýrdal, væri „pólitískri aðför að ferðaþjónustunni“ sem „vegur að börnum“, er „grímulaust útlendingahatur“, „siðlaus“ og „veikir traust, dregur upp falsmynd og skapar óþarfa ótta og sundrung“. „Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu,“ skrifar hann til stuðnings staðhæfingarinnar í titli greinarinnar, sem er að fjölmiðlaumfjöllunin sé „pólitísk aðför“. „Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi,“ skrifar hann. En einn af viðmælendum Heimildarinnar í umfjölluninni er hann sjálfur, sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi. Ásökun um pólitíska baráttu Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, virðist ekki hafa lesið blað Heimildarinnar, þar sem fjallað er ítarlega um áskoranir ferðaþjónustunnar á 30 blaðsíðum, því hann heldur því fram í upphafi greinar sinnar að Heimildin sé „vefmiðill“. Því er hægt að álykta að hann þekki ekki vel samhengi umfjöllunarinnar í heild, enda yfirsást honum hann sjálfur, að því er virðist. Fjölmiðlar eiga ekki að vera hluti af pólitískri baráttu. Heimildin er í dreifðri eignaraðild og hefur ekki tengsl við stjórnmálaflokka. Gerð er krafa um að blaðamenn komi hvergi að stjórnmálastarfi. Það er ekki alls staðar í íslenskum fjölmiðlum, sem sumir hverjir eru fjármagnaðir af hagsmunasamtökum og -aðilum sem niðurgreiða taprekstur í áratugi í samkeppni við aðra. En óháð blaðamennska er aldrei hluti af stjórnmálum og ásökun þess efnis gegn fólki er því ákveðinn atvinnurógur. Ásökun um fordóma gegn börnum Sveitarstjórinn, sem sakar Heimildina um alhæfingar út frá einstökum atriðum, dregur upp þá mynd að Heimildin hafi sýnt börnum fordóma. Klausan sem hann byggir afstöðu sína, sem hann vildi færa þjóðinni, kemur úr viðtali við nafngreindan íbúa í Vík í Mýrdal sem er ein af 30 síðum um þessa stóru atvinnugrein. Þar deilir íbúinn, íslensk kona, upplifun sinni af því að búa í svona miklum ferðamannabæ á Íslandi. Hún segir að margir séu ánægðir með fjölda ferðamanna, en aðrir ekki. Hún hafi áhyggjur af ástandinu. Eitt af því sem hún nefnir er að 65% íbúa séu erlendir og því læri börn ekki endilega íslensku. „Þú talar bara ensku alls staðar. Það er dálítið skrítið. Nú er ég vön þessu en í rauninni er þetta fáránlegt. Maður ávarpar ekki einu sinni fólk á íslensku. Maður veit bara að það talar enginn íslensku,“ segir hún í viðtalinu. Nú er ekki röklega nauðsynlegt að töluð sé íslenska á Íslandi, en það er ekki samasemmerki milli þess að kjósa heldur að íslenska sé töluð áfram og að hafa fordóma gegn börnum af erlendum uppruna. Það eru þessi ummæli íbúa í þorpinu hans sem hann segir meðal annars vera „fordóma“ og „siðlaus“, sem er undirstaða ályktana hans: Hún segir að í tengslum við mikla enskunotkun þyki henni það verst með tilliti til barna sem hafi jafnvel búið í Vík alla ævi en tali ekki neina íslensku. „Þetta er til skammar fyrir okkur öll – að það séu börn hérna í þorpinu sem hafa fæðst hérna og búið hérna og þau tala ekki íslensku. Þetta verður svo erfitt fyrir þau. Þau detta úr námi og eiga engan séns. Mér finnst það rangt og mér finnst við öll bera ábyrgð á þessu.“ Ótti íbúa við þöggun Íbúinn tekur þó fram að það fari ekki í taugarnar á henni að það sé ekki hægt að nota íslensku í matvöruversluninni í bænum. Annað sem íbúinn hefur þó mestar áhyggjur af er andrúmsloftið í bænum þegar kemur að opinni umræðu, eins og segir í þessum brotum úr viðtalinu í Heimildinni, sem er á einni síðu af 30 síðum umfjöllunarinnar víðtæku: -Í Vík finnst Guðrúnu ríkjandi viðhorf að það megi helst ekki setja neitt út á ferðaþjónustuna. „Það er alltaf þetta: Við lifum öll á þessu. En þessi störf, þetta eru láglaunastörf. Þetta er ekki gott.“ -Guðrún segir að í Vík sé ekki vel séð að tala um eða setja út á þessa þróun. „Það má ekkert segja. Mér finnst það vont. Það má ekki ræða hlutina.“ -Guðrún segir að fólk sé hikandi við að tala illa um ferðaþjónustuna eða gagnrýna hvernig hátturinn er á í þorpinu. „Þú mátt ekki segja neitt. Fólk er rosa hrætt. Ef maður segir eitthvað á móti sveitarstjórninni færðu ekki vinnu, þú færð ekki neitt.“ Það má þó segja um aðsenda grein Einars Freys Elínarsonar sveitarstjóra að hún er staðfesting á þessum hluta áhyggja íbúa í sveitarfélaginu hans, að þar sé ekki öruggt umhverfi til að tala um hlutina. Það ástand er núna formlega á hans ábyrgð. Kælingaráhrifin ná þó líklega út fyrir Mýrdalinn. Fólk virðist eiga að skilja að gagnrýni á áhrif ferðaþjónustunnar verði ekki liðin. Þau sem eru ekki á þeirri skoðun að kæfa eigi niður gagnrýni eru hvött til að gera það sem sveitarstjórinn virðist ekki hafa gert: Að lesa blaðið fyrst og taka svo þátt í umræðunni, sem öll eru velkomin í og varðar alla Íslendinga. Höfundur er blaðamaður og framkvæmdastjóri útgáfufélags Heimildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Flest eru sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð og að gera megi betur. Forsenda þess að gera betur er að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem má fara betur. Hluti af því að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu er að gagnrýni sé ekki lögð að jöfnu við fordóma, hatur eða annarlega hvata. Fólk á ekki að verða fyrir ásökunum um annarlegar hvatir, hatur eða jafnvel einhvers konar þátttöku í vanheilögu ráðabruggi, ef það leyfir sér að færa fram gagnrýni. Það má sem sagt ekki vera ástand hóphugsunar, þar sem fólk er skipulega jaðarsett fyrir gagnrýnina. Þetta lærðum við líklega flest eftir íslenska efnahagshrunið, sem kom í kjölfar ástands þar sem gagnrýni var úrskurðuð andstæð íslenskum hagsmunum og þeir sem færðu hana fram sakaðir um að vinna gegn samstöðu þjóðarinnar. Ásakanir um herferð og hatur Sveitarstjóri Mýrdalshrepp birti aðsenda grein á Vísi.is í dag og mætti þar í viðtal til þess að lýsa því að umfjöllun Heimildarinnar í síðasta tölublaði hennar um margvíslegar áskoranir vegna massatúrisma á Suðurlandi, og þar með í þorpi hans, Vík í Mýrdal, væri „pólitískri aðför að ferðaþjónustunni“ sem „vegur að börnum“, er „grímulaust útlendingahatur“, „siðlaus“ og „veikir traust, dregur upp falsmynd og skapar óþarfa ótta og sundrung“. „Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu,“ skrifar hann til stuðnings staðhæfingarinnar í titli greinarinnar, sem er að fjölmiðlaumfjöllunin sé „pólitísk aðför“. „Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi,“ skrifar hann. En einn af viðmælendum Heimildarinnar í umfjölluninni er hann sjálfur, sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi. Ásökun um pólitíska baráttu Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, virðist ekki hafa lesið blað Heimildarinnar, þar sem fjallað er ítarlega um áskoranir ferðaþjónustunnar á 30 blaðsíðum, því hann heldur því fram í upphafi greinar sinnar að Heimildin sé „vefmiðill“. Því er hægt að álykta að hann þekki ekki vel samhengi umfjöllunarinnar í heild, enda yfirsást honum hann sjálfur, að því er virðist. Fjölmiðlar eiga ekki að vera hluti af pólitískri baráttu. Heimildin er í dreifðri eignaraðild og hefur ekki tengsl við stjórnmálaflokka. Gerð er krafa um að blaðamenn komi hvergi að stjórnmálastarfi. Það er ekki alls staðar í íslenskum fjölmiðlum, sem sumir hverjir eru fjármagnaðir af hagsmunasamtökum og -aðilum sem niðurgreiða taprekstur í áratugi í samkeppni við aðra. En óháð blaðamennska er aldrei hluti af stjórnmálum og ásökun þess efnis gegn fólki er því ákveðinn atvinnurógur. Ásökun um fordóma gegn börnum Sveitarstjórinn, sem sakar Heimildina um alhæfingar út frá einstökum atriðum, dregur upp þá mynd að Heimildin hafi sýnt börnum fordóma. Klausan sem hann byggir afstöðu sína, sem hann vildi færa þjóðinni, kemur úr viðtali við nafngreindan íbúa í Vík í Mýrdal sem er ein af 30 síðum um þessa stóru atvinnugrein. Þar deilir íbúinn, íslensk kona, upplifun sinni af því að búa í svona miklum ferðamannabæ á Íslandi. Hún segir að margir séu ánægðir með fjölda ferðamanna, en aðrir ekki. Hún hafi áhyggjur af ástandinu. Eitt af því sem hún nefnir er að 65% íbúa séu erlendir og því læri börn ekki endilega íslensku. „Þú talar bara ensku alls staðar. Það er dálítið skrítið. Nú er ég vön þessu en í rauninni er þetta fáránlegt. Maður ávarpar ekki einu sinni fólk á íslensku. Maður veit bara að það talar enginn íslensku,“ segir hún í viðtalinu. Nú er ekki röklega nauðsynlegt að töluð sé íslenska á Íslandi, en það er ekki samasemmerki milli þess að kjósa heldur að íslenska sé töluð áfram og að hafa fordóma gegn börnum af erlendum uppruna. Það eru þessi ummæli íbúa í þorpinu hans sem hann segir meðal annars vera „fordóma“ og „siðlaus“, sem er undirstaða ályktana hans: Hún segir að í tengslum við mikla enskunotkun þyki henni það verst með tilliti til barna sem hafi jafnvel búið í Vík alla ævi en tali ekki neina íslensku. „Þetta er til skammar fyrir okkur öll – að það séu börn hérna í þorpinu sem hafa fæðst hérna og búið hérna og þau tala ekki íslensku. Þetta verður svo erfitt fyrir þau. Þau detta úr námi og eiga engan séns. Mér finnst það rangt og mér finnst við öll bera ábyrgð á þessu.“ Ótti íbúa við þöggun Íbúinn tekur þó fram að það fari ekki í taugarnar á henni að það sé ekki hægt að nota íslensku í matvöruversluninni í bænum. Annað sem íbúinn hefur þó mestar áhyggjur af er andrúmsloftið í bænum þegar kemur að opinni umræðu, eins og segir í þessum brotum úr viðtalinu í Heimildinni, sem er á einni síðu af 30 síðum umfjöllunarinnar víðtæku: -Í Vík finnst Guðrúnu ríkjandi viðhorf að það megi helst ekki setja neitt út á ferðaþjónustuna. „Það er alltaf þetta: Við lifum öll á þessu. En þessi störf, þetta eru láglaunastörf. Þetta er ekki gott.“ -Guðrún segir að í Vík sé ekki vel séð að tala um eða setja út á þessa þróun. „Það má ekkert segja. Mér finnst það vont. Það má ekki ræða hlutina.“ -Guðrún segir að fólk sé hikandi við að tala illa um ferðaþjónustuna eða gagnrýna hvernig hátturinn er á í þorpinu. „Þú mátt ekki segja neitt. Fólk er rosa hrætt. Ef maður segir eitthvað á móti sveitarstjórninni færðu ekki vinnu, þú færð ekki neitt.“ Það má þó segja um aðsenda grein Einars Freys Elínarsonar sveitarstjóra að hún er staðfesting á þessum hluta áhyggja íbúa í sveitarfélaginu hans, að þar sé ekki öruggt umhverfi til að tala um hlutina. Það ástand er núna formlega á hans ábyrgð. Kælingaráhrifin ná þó líklega út fyrir Mýrdalinn. Fólk virðist eiga að skilja að gagnrýni á áhrif ferðaþjónustunnar verði ekki liðin. Þau sem eru ekki á þeirri skoðun að kæfa eigi niður gagnrýni eru hvött til að gera það sem sveitarstjórinn virðist ekki hafa gert: Að lesa blaðið fyrst og taka svo þátt í umræðunni, sem öll eru velkomin í og varðar alla Íslendinga. Höfundur er blaðamaður og framkvæmdastjóri útgáfufélags Heimildarinnar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun