Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2020 13:23 Í frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur dreift á Alþingi um breytingar á lögreglulögum er meðal annars fjallað um heimildir til erlendra lögreglumanna til að beita lögregluvaldi á Íslandi að gefnu leyfi Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að í frumvarpi til breytinga á lögreglulögum gætu erlendir lögreglumenn sem hingað komi farið með lögregluvald á Íslandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði eftir nánari útskýringum á mögulegum valdheimildum erlendra lögreglumanna á Íslandi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Hvaða heimildir gætu þeir fengið? Hvaða rök standa að baki veitingu slíkra heimilda,“ spurði Þórhildur Sunna. „Hér er um að ræða alþjóðlegt samstarf og atriði sem við þurfum að skýra gagnvart löndum í kringum okkur, þegar þarf en það hafi verið skipti milli lögregluyfirvalda milli landa. Komi þá að alþjóðlegri aðstoð. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf fyrst og fremst,“ sagði dómsmálaráðherra. Þórhildur Sunna vildi hins vegar fá nánari útskýringar á því hvað fælist í því lögregluvaldi sem stæði til að gefa erlendum lögreglumönnum. Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að erlendir lögreglumenn geti komið hingað fyrirvaralaust og starfað með lögregluvaldi.Vísir/Vilhelm Hvað geta þeir gert? Vegna þess að samkvæmt orðalaginu virðist mér það að minnsta kosti mögulegt að bandarískir alríkislögreglumenn gætu elt uppi íslenskan hakkara eða þýskir lögreglumenn gætu mætt með Sheffer hundana sína á seyðisfjarðarhöfn. Nú eða namebískir lögreglumenn gætu ráðist í húsleit og handtökur á Dalvík,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði að kveðið væri á um að Ríkislögreglustjóri gæti heimilað að erlendir lögreglumenn sem kæmu hingað færu með lögregluvald og að dómsmálaráðherra væri heimilt að setja nánari reglur um slíkt samstarf. „Þetta verður ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að hér geti bara komið lögreglumenn og haft lögregluvald án þess að það sé nokkurs konar skýrt af íslenskum yfirvöldum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Lögreglumál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að í frumvarpi til breytinga á lögreglulögum gætu erlendir lögreglumenn sem hingað komi farið með lögregluvald á Íslandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði eftir nánari útskýringum á mögulegum valdheimildum erlendra lögreglumanna á Íslandi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Hvaða heimildir gætu þeir fengið? Hvaða rök standa að baki veitingu slíkra heimilda,“ spurði Þórhildur Sunna. „Hér er um að ræða alþjóðlegt samstarf og atriði sem við þurfum að skýra gagnvart löndum í kringum okkur, þegar þarf en það hafi verið skipti milli lögregluyfirvalda milli landa. Komi þá að alþjóðlegri aðstoð. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf fyrst og fremst,“ sagði dómsmálaráðherra. Þórhildur Sunna vildi hins vegar fá nánari útskýringar á því hvað fælist í því lögregluvaldi sem stæði til að gefa erlendum lögreglumönnum. Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að erlendir lögreglumenn geti komið hingað fyrirvaralaust og starfað með lögregluvaldi.Vísir/Vilhelm Hvað geta þeir gert? Vegna þess að samkvæmt orðalaginu virðist mér það að minnsta kosti mögulegt að bandarískir alríkislögreglumenn gætu elt uppi íslenskan hakkara eða þýskir lögreglumenn gætu mætt með Sheffer hundana sína á seyðisfjarðarhöfn. Nú eða namebískir lögreglumenn gætu ráðist í húsleit og handtökur á Dalvík,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði að kveðið væri á um að Ríkislögreglustjóri gæti heimilað að erlendir lögreglumenn sem kæmu hingað færu með lögregluvald og að dómsmálaráðherra væri heimilt að setja nánari reglur um slíkt samstarf. „Þetta verður ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að hér geti bara komið lögreglumenn og haft lögregluvald án þess að það sé nokkurs konar skýrt af íslenskum yfirvöldum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira