Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 06:42 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt. vísir/egill Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira