Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. desember 2020 08:20 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt er að öllum líkindum ónýtt. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32. Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32.
Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels