Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2020 23:21 Facebook safnar staðsetningargögnum frá notendum snjalltækja sem gefið hafa fyrir því samþykki. Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira