„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 11:54 Þórhallur Árnason er varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. Vísir/Egill Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020 Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020
Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01