Stór sigur í jafnréttismálum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Alþingi Fæðingarorlof Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun