Stór sigur í jafnréttismálum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Alþingi Fæðingarorlof Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun