„Ég er sár og ég er reiður“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 11:29 Viggó Haraldur Viggósson segir að nú sé verið að svipta sig og fjölskyldu sinni lífsviðurværinu. Golfhermastað hans var lokað en á meðan er fjöldi hliðstæðrar starfsemi opin. Hann telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. visir/vilhelm Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golfklúbbsins telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. „Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira