Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 19:45 Bjargráður var græddur í manninn á Landspítalanum. Vísir/Hanna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær. Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira