Allir þrír íslensku körfuboltastrákarnir í spænsku deildinni í beinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 08:00 Martin Hermannsson endar daginn með Valencia en hann átti mjög flottan leik með liðunu á dögunum. Getty/JM Casares Þrír leikir í ACB deildinni í körfubolta verða í beinni á sportstöðvunum í dag en öll Íslendingaliðin þrjú spila þá í sextándu umferð spænska körfuboltans. Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira