Meira að gera hjá hrútunum en prestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2020 20:06 Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna í Hrunamannahreppi. Hann er með fimm kirkjur í sinni umsjón. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu. Séra Óskar Hafsteinn býr í Hruna með fjölskyldu sinni þar sem Hrunakirkja er. Hann segir mjög sérstakt að vera prestur á tímum heimsfaraldurs. „Já, það er allavega mjög óvenjulegt, það er svona annar taktur í þessu en það er alltaf gaman að vera prestur. Það ræðir ekkert um helgihald, svona opið helgihald. Við erum að reyna að taka upp og senda heim myndbönd úr kirkjunum okkar, helgistundir og svona,“ segir Óskar og bætir við. „Við viljum leggja alúð í þetta, bæði prestur og organisti og kórfólk, að gera þetta vel og reyna að ná til fólks í gegnum þessa tækni þó það toppi ekki það að fá fólkið sitt í kirkjuna, fá að knúsa það á jólunum og takast í hendur, það er hluti af þessu en þetta er áskorun.“ Það er ekkert af fólki sem kemur í Hrunakirkju yfir jólin vegna Covid en í stað þess hefur athöfnum verið streymt heim til fólks.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina enda með um 130 fjár í Hruna. Nú stendur fengitíminn sem hæst yfir. „Já, það er mikið að gerast í fjárhúsinu, mikið ástarlíf þar. Það var nú oft sagt í eina tíð að desember væri sá mánuður, sem mest væri að gera hjá hrútum og prestum en nú held ég að það séu hrútarnir sem hafa meira að gera en prestarnir,“ segir Óskar og glottir við tönn. Séra Óskar er með fimm hrúta, sem hann notar á ærnar yfir fengitímann. Hér eru tveir þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Jól Landbúnaður Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Séra Óskar Hafsteinn býr í Hruna með fjölskyldu sinni þar sem Hrunakirkja er. Hann segir mjög sérstakt að vera prestur á tímum heimsfaraldurs. „Já, það er allavega mjög óvenjulegt, það er svona annar taktur í þessu en það er alltaf gaman að vera prestur. Það ræðir ekkert um helgihald, svona opið helgihald. Við erum að reyna að taka upp og senda heim myndbönd úr kirkjunum okkar, helgistundir og svona,“ segir Óskar og bætir við. „Við viljum leggja alúð í þetta, bæði prestur og organisti og kórfólk, að gera þetta vel og reyna að ná til fólks í gegnum þessa tækni þó það toppi ekki það að fá fólkið sitt í kirkjuna, fá að knúsa það á jólunum og takast í hendur, það er hluti af þessu en þetta er áskorun.“ Það er ekkert af fólki sem kemur í Hrunakirkju yfir jólin vegna Covid en í stað þess hefur athöfnum verið streymt heim til fólks.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina enda með um 130 fjár í Hruna. Nú stendur fengitíminn sem hæst yfir. „Já, það er mikið að gerast í fjárhúsinu, mikið ástarlíf þar. Það var nú oft sagt í eina tíð að desember væri sá mánuður, sem mest væri að gera hjá hrútum og prestum en nú held ég að það séu hrútarnir sem hafa meira að gera en prestarnir,“ segir Óskar og glottir við tönn. Séra Óskar er með fimm hrúta, sem hann notar á ærnar yfir fengitímann. Hér eru tveir þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Jól Landbúnaður Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira