Bóluefnið kemur með flugi í fyrramálið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 23:03 Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn covid-19 með flugi til landsins eftir nokkrar klukkustundir. Getty/Alvaro Calvo Það hefur vart farið fram hjá neinum að von er á fyrstu skömmtunum af bóluefni gegn covid-19 til landsins í fyrramálið. Bólusetning hófst víðast hvar í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en von er á tíu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer-BioNTech með fyrstu sendingunni sem væntanleg er með flugi til Íslands í fyrramálið. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að tekið verði á móti fyrstu skömmtum bóluefnisins fyrir hádegi við vöruskemmu fyrirtækisins Distica sem mun sjá um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og þríeykið svokallaða verða meðal þeirra sem viðstödd verða afhendinguna. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður undirbúin viðhöfn þegar fyrsta bólusetningin fer fram. Heilbrigðisráðherra hefur birt reglugerð um bólusetningu á Íslandi en íslenska ríkið hefur þegar gert samninga um kaup á bóluefni við nokkur lyfjafyrirtæki. Óhætt er að segja að nokkur eftirvænting ríki fyrir komu bóluefnisins líkt og ráða má til að mynda af umræðu á samfélagsmiðlum. Mamma fær fyrstu sprautuna á þriðjudaginn. Þetta er að gerast.— Sveinbjörn | afk (@sveinbjornp) December 27, 2020 Verður bein útsending frá komu bólefnisins í fyrramálið? Þjóðin stjörf að fylgjast með hægelduðu sjónvarpi. Upphitun þar sem allt sem gæti farið úrskeiðis við móttóku efnisins er greint í ræmur. Sendiferðabílnum fylgt í bæinn frá Keflavík.— Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) December 27, 2020 Líkt og fram hefur komið hefur sóttvarnalæknir viðrað þá hugmynd við Pfizer um að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi felast í því að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson munu í sameiningu funda með fulltrúum Pfizer eftir helgi vegna þessa. Einhverjir hafa velt vöngum yfir því hvort þyki siðferðislega rétt að Ísland fái meira bóluefni á undan öðrum. Skil ekki þessa umræðu um að Ísland fái að bólusetja allt sitt fólk á undan öðrum. Er það ekki svo að framleiðslugetan er takmörkuð. Ef ég fæ bóluefni áður en komið er að mér er þá ekki einhver amma í þýskalandi sem þarf að bíða lengur? Eða læknir í Súdan?— Dr. Sunna (@sunnasim) December 26, 2020 Í uppsiglingu er hinn fullkomni stormur kverúlantsins. Annað hvort fáum við ekki nóg af bóluefni, sem er þá vanhæfni stjórnmálamanna að kenna eða að við fáum fullt af bóluefni, sem er til marks um forréttindablindu okkar gagnvart fátækari þjóðum heimsins.— Árni Helgason (@arnih) December 27, 2020 Sóttvarnarlækir búinn að gefast upp á Heilbrigðisráðherra og ættlar að redda okkur bóluefni sjálfur. #hefjumpartýið— Kari Solmundarson (@karisolmundar) December 27, 2020 Þetta þarfnast meiri umræðu. Er bæði sammála og ósammála.Mér finnst til mikils að vinna með því að gera hjarðónæmisrannsókn hér. Bæði fyrir okkur og aðra. Ef vel tekst til hér og við getum opnað samfélagið á ný gæti það orðið til þess að fleiri í öðrum löndum taki bóluefni https://t.co/LMKIBa8u51— Hafsteinn (@hafsteinneinars) December 26, 2020 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að tekið verði á móti fyrstu skömmtum bóluefnisins fyrir hádegi við vöruskemmu fyrirtækisins Distica sem mun sjá um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og þríeykið svokallaða verða meðal þeirra sem viðstödd verða afhendinguna. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður undirbúin viðhöfn þegar fyrsta bólusetningin fer fram. Heilbrigðisráðherra hefur birt reglugerð um bólusetningu á Íslandi en íslenska ríkið hefur þegar gert samninga um kaup á bóluefni við nokkur lyfjafyrirtæki. Óhætt er að segja að nokkur eftirvænting ríki fyrir komu bóluefnisins líkt og ráða má til að mynda af umræðu á samfélagsmiðlum. Mamma fær fyrstu sprautuna á þriðjudaginn. Þetta er að gerast.— Sveinbjörn | afk (@sveinbjornp) December 27, 2020 Verður bein útsending frá komu bólefnisins í fyrramálið? Þjóðin stjörf að fylgjast með hægelduðu sjónvarpi. Upphitun þar sem allt sem gæti farið úrskeiðis við móttóku efnisins er greint í ræmur. Sendiferðabílnum fylgt í bæinn frá Keflavík.— Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) December 27, 2020 Líkt og fram hefur komið hefur sóttvarnalæknir viðrað þá hugmynd við Pfizer um að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi felast í því að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson munu í sameiningu funda með fulltrúum Pfizer eftir helgi vegna þessa. Einhverjir hafa velt vöngum yfir því hvort þyki siðferðislega rétt að Ísland fái meira bóluefni á undan öðrum. Skil ekki þessa umræðu um að Ísland fái að bólusetja allt sitt fólk á undan öðrum. Er það ekki svo að framleiðslugetan er takmörkuð. Ef ég fæ bóluefni áður en komið er að mér er þá ekki einhver amma í þýskalandi sem þarf að bíða lengur? Eða læknir í Súdan?— Dr. Sunna (@sunnasim) December 26, 2020 Í uppsiglingu er hinn fullkomni stormur kverúlantsins. Annað hvort fáum við ekki nóg af bóluefni, sem er þá vanhæfni stjórnmálamanna að kenna eða að við fáum fullt af bóluefni, sem er til marks um forréttindablindu okkar gagnvart fátækari þjóðum heimsins.— Árni Helgason (@arnih) December 27, 2020 Sóttvarnarlækir búinn að gefast upp á Heilbrigðisráðherra og ættlar að redda okkur bóluefni sjálfur. #hefjumpartýið— Kari Solmundarson (@karisolmundar) December 27, 2020 Þetta þarfnast meiri umræðu. Er bæði sammála og ósammála.Mér finnst til mikils að vinna með því að gera hjarðónæmisrannsókn hér. Bæði fyrir okkur og aðra. Ef vel tekst til hér og við getum opnað samfélagið á ný gæti það orðið til þess að fleiri í öðrum löndum taki bóluefni https://t.co/LMKIBa8u51— Hafsteinn (@hafsteinneinars) December 26, 2020
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent