Bóluefnið kemur með flugi í fyrramálið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 23:03 Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn covid-19 með flugi til landsins eftir nokkrar klukkustundir. Getty/Alvaro Calvo Það hefur vart farið fram hjá neinum að von er á fyrstu skömmtunum af bóluefni gegn covid-19 til landsins í fyrramálið. Bólusetning hófst víðast hvar í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en von er á tíu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer-BioNTech með fyrstu sendingunni sem væntanleg er með flugi til Íslands í fyrramálið. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að tekið verði á móti fyrstu skömmtum bóluefnisins fyrir hádegi við vöruskemmu fyrirtækisins Distica sem mun sjá um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og þríeykið svokallaða verða meðal þeirra sem viðstödd verða afhendinguna. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður undirbúin viðhöfn þegar fyrsta bólusetningin fer fram. Heilbrigðisráðherra hefur birt reglugerð um bólusetningu á Íslandi en íslenska ríkið hefur þegar gert samninga um kaup á bóluefni við nokkur lyfjafyrirtæki. Óhætt er að segja að nokkur eftirvænting ríki fyrir komu bóluefnisins líkt og ráða má til að mynda af umræðu á samfélagsmiðlum. Mamma fær fyrstu sprautuna á þriðjudaginn. Þetta er að gerast.— Sveinbjörn | afk (@sveinbjornp) December 27, 2020 Verður bein útsending frá komu bólefnisins í fyrramálið? Þjóðin stjörf að fylgjast með hægelduðu sjónvarpi. Upphitun þar sem allt sem gæti farið úrskeiðis við móttóku efnisins er greint í ræmur. Sendiferðabílnum fylgt í bæinn frá Keflavík.— Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) December 27, 2020 Líkt og fram hefur komið hefur sóttvarnalæknir viðrað þá hugmynd við Pfizer um að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi felast í því að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson munu í sameiningu funda með fulltrúum Pfizer eftir helgi vegna þessa. Einhverjir hafa velt vöngum yfir því hvort þyki siðferðislega rétt að Ísland fái meira bóluefni á undan öðrum. Skil ekki þessa umræðu um að Ísland fái að bólusetja allt sitt fólk á undan öðrum. Er það ekki svo að framleiðslugetan er takmörkuð. Ef ég fæ bóluefni áður en komið er að mér er þá ekki einhver amma í þýskalandi sem þarf að bíða lengur? Eða læknir í Súdan?— Dr. Sunna (@sunnasim) December 26, 2020 Í uppsiglingu er hinn fullkomni stormur kverúlantsins. Annað hvort fáum við ekki nóg af bóluefni, sem er þá vanhæfni stjórnmálamanna að kenna eða að við fáum fullt af bóluefni, sem er til marks um forréttindablindu okkar gagnvart fátækari þjóðum heimsins.— Árni Helgason (@arnih) December 27, 2020 Sóttvarnarlækir búinn að gefast upp á Heilbrigðisráðherra og ættlar að redda okkur bóluefni sjálfur. #hefjumpartýið— Kari Solmundarson (@karisolmundar) December 27, 2020 Þetta þarfnast meiri umræðu. Er bæði sammála og ósammála.Mér finnst til mikils að vinna með því að gera hjarðónæmisrannsókn hér. Bæði fyrir okkur og aðra. Ef vel tekst til hér og við getum opnað samfélagið á ný gæti það orðið til þess að fleiri í öðrum löndum taki bóluefni https://t.co/LMKIBa8u51— Hafsteinn (@hafsteinneinars) December 26, 2020 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að tekið verði á móti fyrstu skömmtum bóluefnisins fyrir hádegi við vöruskemmu fyrirtækisins Distica sem mun sjá um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og þríeykið svokallaða verða meðal þeirra sem viðstödd verða afhendinguna. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður undirbúin viðhöfn þegar fyrsta bólusetningin fer fram. Heilbrigðisráðherra hefur birt reglugerð um bólusetningu á Íslandi en íslenska ríkið hefur þegar gert samninga um kaup á bóluefni við nokkur lyfjafyrirtæki. Óhætt er að segja að nokkur eftirvænting ríki fyrir komu bóluefnisins líkt og ráða má til að mynda af umræðu á samfélagsmiðlum. Mamma fær fyrstu sprautuna á þriðjudaginn. Þetta er að gerast.— Sveinbjörn | afk (@sveinbjornp) December 27, 2020 Verður bein útsending frá komu bólefnisins í fyrramálið? Þjóðin stjörf að fylgjast með hægelduðu sjónvarpi. Upphitun þar sem allt sem gæti farið úrskeiðis við móttóku efnisins er greint í ræmur. Sendiferðabílnum fylgt í bæinn frá Keflavík.— Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) December 27, 2020 Líkt og fram hefur komið hefur sóttvarnalæknir viðrað þá hugmynd við Pfizer um að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi felast í því að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson munu í sameiningu funda með fulltrúum Pfizer eftir helgi vegna þessa. Einhverjir hafa velt vöngum yfir því hvort þyki siðferðislega rétt að Ísland fái meira bóluefni á undan öðrum. Skil ekki þessa umræðu um að Ísland fái að bólusetja allt sitt fólk á undan öðrum. Er það ekki svo að framleiðslugetan er takmörkuð. Ef ég fæ bóluefni áður en komið er að mér er þá ekki einhver amma í þýskalandi sem þarf að bíða lengur? Eða læknir í Súdan?— Dr. Sunna (@sunnasim) December 26, 2020 Í uppsiglingu er hinn fullkomni stormur kverúlantsins. Annað hvort fáum við ekki nóg af bóluefni, sem er þá vanhæfni stjórnmálamanna að kenna eða að við fáum fullt af bóluefni, sem er til marks um forréttindablindu okkar gagnvart fátækari þjóðum heimsins.— Árni Helgason (@arnih) December 27, 2020 Sóttvarnarlækir búinn að gefast upp á Heilbrigðisráðherra og ættlar að redda okkur bóluefni sjálfur. #hefjumpartýið— Kari Solmundarson (@karisolmundar) December 27, 2020 Þetta þarfnast meiri umræðu. Er bæði sammála og ósammála.Mér finnst til mikils að vinna með því að gera hjarðónæmisrannsókn hér. Bæði fyrir okkur og aðra. Ef vel tekst til hér og við getum opnað samfélagið á ný gæti það orðið til þess að fleiri í öðrum löndum taki bóluefni https://t.co/LMKIBa8u51— Hafsteinn (@hafsteinneinars) December 26, 2020
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30