Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:57 „Ég er með fiðrildi í maganum, ég er svo spennt,“ sagði ráðherrann þegar bóluefnið kom í hús. Vísir/Vilhelm „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. Svandís sagði samstöðu þjóðarinnar, Norðurlandanna og Evrópuþjóðanna að þakka að bólusetning væri í þann mund að hefjast hér á landi. Íslendingar væru lánsamir að hafa átt í breiðu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir og þannig tryggt sér fleiri skammta en þörf væri á. Umframskammtar færu til þurfandi þjóða ef til þess kæmi. Svandís benti á að bóluefnið frá Pfizer væri það eina sem hefði fengið leyfi í Evrópu, enn sem komið er, en margt myndi skýrast á næstu dögum og vikum. 50 þúsund skammtar væru væntanlegir fram í mars. Þá greindi hún frá því að samningur við Moderna yrði undirritaður 30. desember og leyfi væri væntanlegt í janúar. Þá væri leyfi fyrir bóluefnið frá AstraZeneca einnig handan við hornið. „Ég legg til að við höldum brosinu á andlitinu sem allra lengst og munum hverju er um að þakka; það er samstöðunni, samstarfinu og alveg ótrúlegu úthaldi, þolgæði og bjarsýni sem við höfum búið að allan þennan faraldur og allt þetta ár. Og megi þessi bólusetning sem er að hefjast á morgun vera fyrirboði um árið 2021; árið sem við náum undirtökunum í baráttunni við Covid-19.“ Eftir athöfnina í húsakynnum Distica sagði Svandís í samtali við Vísi að þótt kassarnir væru ekki stórir væru þeir sögulegir. Stutt væri í að upplýsingar fengjust um hversu mikið af bóluefnum Moderna og AstraZeneca Íslendingar fengju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Svandís sagði samstöðu þjóðarinnar, Norðurlandanna og Evrópuþjóðanna að þakka að bólusetning væri í þann mund að hefjast hér á landi. Íslendingar væru lánsamir að hafa átt í breiðu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir og þannig tryggt sér fleiri skammta en þörf væri á. Umframskammtar færu til þurfandi þjóða ef til þess kæmi. Svandís benti á að bóluefnið frá Pfizer væri það eina sem hefði fengið leyfi í Evrópu, enn sem komið er, en margt myndi skýrast á næstu dögum og vikum. 50 þúsund skammtar væru væntanlegir fram í mars. Þá greindi hún frá því að samningur við Moderna yrði undirritaður 30. desember og leyfi væri væntanlegt í janúar. Þá væri leyfi fyrir bóluefnið frá AstraZeneca einnig handan við hornið. „Ég legg til að við höldum brosinu á andlitinu sem allra lengst og munum hverju er um að þakka; það er samstöðunni, samstarfinu og alveg ótrúlegu úthaldi, þolgæði og bjarsýni sem við höfum búið að allan þennan faraldur og allt þetta ár. Og megi þessi bólusetning sem er að hefjast á morgun vera fyrirboði um árið 2021; árið sem við náum undirtökunum í baráttunni við Covid-19.“ Eftir athöfnina í húsakynnum Distica sagði Svandís í samtali við Vísi að þótt kassarnir væru ekki stórir væru þeir sögulegir. Stutt væri í að upplýsingar fengjust um hversu mikið af bóluefnum Moderna og AstraZeneca Íslendingar fengju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19