Ætla að sprauta fimmtíu manns á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 17:06 Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er spennt fyrir morgundeginum. Vísir/Egill Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert stress fyrir bólusetningunni á morgun. Aðeins tilhlökkun. Tíu til tólf þúsund skammtar komu til landsins í dag, í duftformi, sem verður blandað í fyrramálið á Suðurlandsbraut. „Við reiknum með að efnið komi hingað á suðurlandsbrautina fyrir klukkan átta í fyrramálið,“ segir Ragnheiður Helga. Þá verði mætt vösk sveit hjúkrunarfræðinga í hús til að blanda lyfið. Það verði gert við sérstakar aðstæður á Suðurlandsbrautinni og líklega tíu eða svo að blanda efnið yfir allan daginn. Stór hluti landsmanna hefur farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut á árinu. Nú mun fólk streyma þangað og víðar í bólusetningu.Vísir/Egill „Svo verður efnið keyrt út til hjúkunarheimilanna. Lögreglan mun aðstoða okkur við að keyra efnið út. Svo það verða passlegir skammtar sem fara út yfir daginn.“ Ragnheiður Helga segir að áherslan verði fyrst lögð á hjúkrunarheimilin. „Næstu tvo daga munum við skipta okkur niður á hjúkrunarheimilin, ná þeim öllum þessa tvo daga. Þetta eru 1600 skjólstæðingar svo þetta er mikil yfirferð yfir allt höfuðborgarsvæðið. Síðan munum við taka framvarðarveitina á heilsugæslunum og bólusetja hana hér á morgun.“ Húsakynnin á Suðurlandsbraut, þar sem margir hafa lagt leið sína í Covid-19 sýnatöku, verður einn af sjö stöðum sem til stendur að framkvæma bólusetningar. Þar hefur rauðum stólum, sem voru fengnir að láni frá Knattspyrnufélaginu Val, verið dreift um húsakynnin. Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig stólunum hefur verið stillt upp á Suðurlandsbraut. „Við munum taka fólk inn í slottum. Ætlum að prófa á morgun að taka fimmtíu manns inn á kortersfresti á morgun. Prófa það og tímamæla. Sjá hvernig þetta gengur. Þetta er mikið skipulag,“ segir Ragnheiður. En ekkert stress heldur mikil tilhlökkun. Hún hafi fundið fyrir því á fundi með fulltrúum hjúkrunarheimilanna í morgun. Vísir/Egill Seljahlíð í Breiðholti var valin sem fyrsti bólusetningarstaðurinn, af hjúkrunarheimilunum, vegna smæðar sinnar. Þorleifur Hauksson, 63 íbúi í Seljahlíð, fær fyrstu sprautuna á hjúkrunarheimili og segir að fyrir utan smá fjölmiðlafár verði þetta eins og hver önnur sprauta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
„Við reiknum með að efnið komi hingað á suðurlandsbrautina fyrir klukkan átta í fyrramálið,“ segir Ragnheiður Helga. Þá verði mætt vösk sveit hjúkrunarfræðinga í hús til að blanda lyfið. Það verði gert við sérstakar aðstæður á Suðurlandsbrautinni og líklega tíu eða svo að blanda efnið yfir allan daginn. Stór hluti landsmanna hefur farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut á árinu. Nú mun fólk streyma þangað og víðar í bólusetningu.Vísir/Egill „Svo verður efnið keyrt út til hjúkunarheimilanna. Lögreglan mun aðstoða okkur við að keyra efnið út. Svo það verða passlegir skammtar sem fara út yfir daginn.“ Ragnheiður Helga segir að áherslan verði fyrst lögð á hjúkrunarheimilin. „Næstu tvo daga munum við skipta okkur niður á hjúkrunarheimilin, ná þeim öllum þessa tvo daga. Þetta eru 1600 skjólstæðingar svo þetta er mikil yfirferð yfir allt höfuðborgarsvæðið. Síðan munum við taka framvarðarveitina á heilsugæslunum og bólusetja hana hér á morgun.“ Húsakynnin á Suðurlandsbraut, þar sem margir hafa lagt leið sína í Covid-19 sýnatöku, verður einn af sjö stöðum sem til stendur að framkvæma bólusetningar. Þar hefur rauðum stólum, sem voru fengnir að láni frá Knattspyrnufélaginu Val, verið dreift um húsakynnin. Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig stólunum hefur verið stillt upp á Suðurlandsbraut. „Við munum taka fólk inn í slottum. Ætlum að prófa á morgun að taka fimmtíu manns inn á kortersfresti á morgun. Prófa það og tímamæla. Sjá hvernig þetta gengur. Þetta er mikið skipulag,“ segir Ragnheiður. En ekkert stress heldur mikil tilhlökkun. Hún hafi fundið fyrir því á fundi með fulltrúum hjúkrunarheimilanna í morgun. Vísir/Egill Seljahlíð í Breiðholti var valin sem fyrsti bólusetningarstaðurinn, af hjúkrunarheimilunum, vegna smæðar sinnar. Þorleifur Hauksson, 63 íbúi í Seljahlíð, fær fyrstu sprautuna á hjúkrunarheimili og segir að fyrir utan smá fjölmiðlafár verði þetta eins og hver önnur sprauta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49
„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59
Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent