Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:14 Stólum frá Knattspyrnufélaginu Val hefur verið stillt upp í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, sem er einn af bólusetningarstöðunum sjö á morgun. Vísir/Egill Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37
Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49