Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 06:51 Frá afhendingu fyrstu bóluefnaskammtanna frá Pfizer í gær. Alls komu 10 þúsund skammtar sem rúmast í kössunum tveimur sem sjást á myndinni. Vísir/Egill Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira