Þrír starfsmenn Háteigsskóla smitaðir og skólanum lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 12:17 Tómlegt var um að litast við Háteigsskóla í dag þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Vilhelm Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20