Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 16:02 Íbúprófen er í mikilli notkun hér á landi. Getty/picture alliance Nokkuð hefur verið staðhæfingar þess efnis síðustu daga að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist. Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þar er vísað til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu sem er sögð fylgjast með grannt með málum og fara vel yfir allar nýjar upplýsingar á þessu sviði. Fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar að „ekkert bendir til að svo komnu máli, að ástæða sé til að hætta notkun íbúprófens. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga sem taka íbúprófen eða önnur NSAID-lyf að staðaldri við langvinnum sjúkdómum, svo sem liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum.“ Q: Could #ibuprofen worsen disease for people with #COVID19?A: Based on currently available information, WHO does not recommend against the use of of ibuprofen. pic.twitter.com/n39DFt2amF— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 18, 2020 Þá er sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja sögð vinna að endurmati á lyfjunum íbúprófen og ketóprófen. Það endurmat hófst í kjölfar vísbendinga um að sýkingar af völdum hlaupabóluveirunnar og sumra baktería, ágerðust við notkun slíkra bólgueyðandi lyfja. Lyfjastofnun segir nú þegar vera tekið fram í upplýsingum margra bólgueyðandi lyfja sem eru ekki sterar, á borð við íbúprófen, að „bólgueyðandi áhrif þeirra kunni að dylja einkenni versnandi sýkingar.“ Nú skoðar umrædd sérfræðinefnd öll tiltæk gögn til að meta hvort nýrra leiðbeininga sé þörf. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í gær var Alma Möller landlæknir spurð út í þessar staðhæfingar um lyf á orð við íbúprófen. Þar sagði hún að embættið væri að fylgjast með þessari umræðu og væri með það til skoðunar. Upplýst yrði betur um málið þegar hún væri komin með frekari upplýsingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Nokkuð hefur verið staðhæfingar þess efnis síðustu daga að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist. Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þar er vísað til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu sem er sögð fylgjast með grannt með málum og fara vel yfir allar nýjar upplýsingar á þessu sviði. Fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar að „ekkert bendir til að svo komnu máli, að ástæða sé til að hætta notkun íbúprófens. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga sem taka íbúprófen eða önnur NSAID-lyf að staðaldri við langvinnum sjúkdómum, svo sem liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum.“ Q: Could #ibuprofen worsen disease for people with #COVID19?A: Based on currently available information, WHO does not recommend against the use of of ibuprofen. pic.twitter.com/n39DFt2amF— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 18, 2020 Þá er sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja sögð vinna að endurmati á lyfjunum íbúprófen og ketóprófen. Það endurmat hófst í kjölfar vísbendinga um að sýkingar af völdum hlaupabóluveirunnar og sumra baktería, ágerðust við notkun slíkra bólgueyðandi lyfja. Lyfjastofnun segir nú þegar vera tekið fram í upplýsingum margra bólgueyðandi lyfja sem eru ekki sterar, á borð við íbúprófen, að „bólgueyðandi áhrif þeirra kunni að dylja einkenni versnandi sýkingar.“ Nú skoðar umrædd sérfræðinefnd öll tiltæk gögn til að meta hvort nýrra leiðbeininga sé þörf. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í gær var Alma Möller landlæknir spurð út í þessar staðhæfingar um lyf á orð við íbúprófen. Þar sagði hún að embættið væri að fylgjast með þessari umræðu og væri með það til skoðunar. Upplýst yrði betur um málið þegar hún væri komin með frekari upplýsingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira