Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 16:00 Göngufólk á leiðinni til að bera gosið augum að næturlagi. Vísir/Vilhelm Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdist með gosinu og má sjá brot af bestu myndum hans í albúminu að neðan. Fjöldi fólks lagði land undir fót og skellti sér í göngu á Fimmvörðuháls til að bera gosið augum.Vísir/VilhelmMagnaðir litir í eldgosinu.Vísir/VilhelmKeflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli var lokað um tíma vegna gossins. Vísir/VilhelmFjölmargir hættu sér ansi nálægt gosinu.Vísir/VilhelmUpp, upp, upp á fjall...Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að um náttúruaflasýningu hafi verið að ræða.Vísir/VilhelmLiturinn á eldgosinu var allt frá gulum yfir í rauðan, appelsínugulum yfir í bleikan.Vísir/VilhelmSkálinn í Langadal í Þórsmörk þar sem margur Íslendingurinn hefur hreiðrað um sig í svefnpoka í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar.“ Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó þurfti að rýma nokkra bæi. Fyrsta tilkynning um gosið barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið hófst í um 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki undir sjálfum jökulinum. Hraunið myndaði háan foss er það rann niður í Hrunagil. 22. mars færðist gosið í aukana og mökkurinn varð að líkindum átta kílómetra hár. 31. mars opnaðist ný gossprunga um 200 m norðan við upphaflegu sprunguna. Við það minnkaði virknin í eldri sprungunni til muna og um viku síðar var virknin orðin að engu. Hraunið rann þá að mestu í Hvannárgil. Þegar sprungan opnaðist var nokkur fjöldi göngufólks ekki langt frá og var það flutt með þyrlum af hættusvæðinu. Gosinu var lokið þann 13. apríl en strax daginn eftir hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Textinn að ofan er að mestu unnin úr Wikipedia-síðunni um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Tímamót Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdist með gosinu og má sjá brot af bestu myndum hans í albúminu að neðan. Fjöldi fólks lagði land undir fót og skellti sér í göngu á Fimmvörðuháls til að bera gosið augum.Vísir/VilhelmMagnaðir litir í eldgosinu.Vísir/VilhelmKeflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli var lokað um tíma vegna gossins. Vísir/VilhelmFjölmargir hættu sér ansi nálægt gosinu.Vísir/VilhelmUpp, upp, upp á fjall...Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að um náttúruaflasýningu hafi verið að ræða.Vísir/VilhelmLiturinn á eldgosinu var allt frá gulum yfir í rauðan, appelsínugulum yfir í bleikan.Vísir/VilhelmSkálinn í Langadal í Þórsmörk þar sem margur Íslendingurinn hefur hreiðrað um sig í svefnpoka í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar.“ Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó þurfti að rýma nokkra bæi. Fyrsta tilkynning um gosið barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið hófst í um 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki undir sjálfum jökulinum. Hraunið myndaði háan foss er það rann niður í Hrunagil. 22. mars færðist gosið í aukana og mökkurinn varð að líkindum átta kílómetra hár. 31. mars opnaðist ný gossprunga um 200 m norðan við upphaflegu sprunguna. Við það minnkaði virknin í eldri sprungunni til muna og um viku síðar var virknin orðin að engu. Hraunið rann þá að mestu í Hvannárgil. Þegar sprungan opnaðist var nokkur fjöldi göngufólks ekki langt frá og var það flutt með þyrlum af hættusvæðinu. Gosinu var lokið þann 13. apríl en strax daginn eftir hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Textinn að ofan er að mestu unnin úr Wikipedia-síðunni um eldgosið á Fimmvörðuhálsi.
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Tímamót Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira