Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. mars 2020 12:25 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45