Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 21:50 Gamma var gífurlega umfangsmikill aðili á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi. GAMMA Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi.
GAMMA Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira