Blandaðar aðgerðir í þágu atvinnulífs og heimila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2020 19:39 Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Egill Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stóran hluta íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sjá fram á gjaldþrot ef ekki verði gripið til sértækra aðgerða. Boðaður hefur verið þingfundur á morgun þar sem þrjú mál verða á dagskrá. „Mál sem við erum að fara að fjalla um fyrst og fremst á morgun er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem gerir það af verkum að það verði hægt að afgreiða með rafrænum hætti ýmsa hluti sem áður hafa krafist þess að fólk mætti á staðinn og undirritaði sjálft að viðstöddum vottum og þess háttar, þannig að ég held að þetta sé bara eðlilegt skref í ljósi aðstæðnanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá er gert ráð fyrir óundirbúnum fyrirspurnum og kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á þingfundinum á morgun. Stefnt að kynningu á þriðjudaginn Vinna er í fullum gangi við útfærslu næsta aðgerðapakka sem stefnt er á að kynna á þriðjudaginn. „Ég geri ráð fyrir því að það sem við sjáum á næstu dögum verði blanda af ýmsum aðgerðum sem bæði geta komið atvinnulífinu og heimilunum til góða. „Við höfum auðvitað verið í stöðugum umræðum um þetta á vettvangi stjórnarflokkanna, við höfum hins vegar ekki séð niðurstöður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og eigum eftir að taka þær til umræðu. En eftir því sem mér skilst þá mun skýrast mjög á næstu tveimur sólarhringum hvaða aðgerðir eru boðaðar í þessu næsta skrefi,“ segir Birgir. Sjá einnig: Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka „Ég geri ráð fyrir að á þingflokksfundum á morgun verði umræða um þetta en ég þori ekki að segja hvenær endanlegur pakki liggur fyrir.“ Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir hefur komið fram að meðal þess sem er verið að horfa til í næsta aðgerðapakka eru einhvers konar úrræði fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga og jafnvel sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Leggja til að hlutabótaleiðin verði lækkuð niður í 0% starfshlutfall Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir sértækum aðgerðum. „Við horfum núna fram á það að ef að til dæmis þessi hlutabótaleið verður ekki framlengd eða henni breytt á einhvern hátt, þá mun ferðaþjónustufyrirtæki líklega í stórum stíl þurfa að segja upp fólki,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mörg fyrirtæki hafi þó ekki einu sinni efni á að greiða uppsagnarfrestinn. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar „Það mun einfaldlega flýta fyrir því að keyra mjög stóran hluta fyrirtækjanna í þrot og þess vegna höfum við talað fyrir því að það þarf einhverjar aðgerðir sem lúta að þessu,“ bætir hún við. „Það munu allir tapa á þessari krísu, það liggur alveg í augum uppi. En nú þurfum við bara að fara skynsamlegar leiðir til þess að lágmarka tjónið. Og varðandi þennan launakostnað þá er hægt að hugsa sér að hann fari niður í núll til dæmis, án þess að ráðningarsamband rofni. Það hefur verið farin sú leið til dæmis í Þýskalandi þar sem ég þekki vel til. Það er til dæmis ein leiðin en það er auðvitað stjórnmálanna að útfæra þetta,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stóran hluta íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sjá fram á gjaldþrot ef ekki verði gripið til sértækra aðgerða. Boðaður hefur verið þingfundur á morgun þar sem þrjú mál verða á dagskrá. „Mál sem við erum að fara að fjalla um fyrst og fremst á morgun er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem gerir það af verkum að það verði hægt að afgreiða með rafrænum hætti ýmsa hluti sem áður hafa krafist þess að fólk mætti á staðinn og undirritaði sjálft að viðstöddum vottum og þess háttar, þannig að ég held að þetta sé bara eðlilegt skref í ljósi aðstæðnanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá er gert ráð fyrir óundirbúnum fyrirspurnum og kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á þingfundinum á morgun. Stefnt að kynningu á þriðjudaginn Vinna er í fullum gangi við útfærslu næsta aðgerðapakka sem stefnt er á að kynna á þriðjudaginn. „Ég geri ráð fyrir því að það sem við sjáum á næstu dögum verði blanda af ýmsum aðgerðum sem bæði geta komið atvinnulífinu og heimilunum til góða. „Við höfum auðvitað verið í stöðugum umræðum um þetta á vettvangi stjórnarflokkanna, við höfum hins vegar ekki séð niðurstöður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og eigum eftir að taka þær til umræðu. En eftir því sem mér skilst þá mun skýrast mjög á næstu tveimur sólarhringum hvaða aðgerðir eru boðaðar í þessu næsta skrefi,“ segir Birgir. Sjá einnig: Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka „Ég geri ráð fyrir að á þingflokksfundum á morgun verði umræða um þetta en ég þori ekki að segja hvenær endanlegur pakki liggur fyrir.“ Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir hefur komið fram að meðal þess sem er verið að horfa til í næsta aðgerðapakka eru einhvers konar úrræði fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga og jafnvel sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Leggja til að hlutabótaleiðin verði lækkuð niður í 0% starfshlutfall Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir sértækum aðgerðum. „Við horfum núna fram á það að ef að til dæmis þessi hlutabótaleið verður ekki framlengd eða henni breytt á einhvern hátt, þá mun ferðaþjónustufyrirtæki líklega í stórum stíl þurfa að segja upp fólki,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mörg fyrirtæki hafi þó ekki einu sinni efni á að greiða uppsagnarfrestinn. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar „Það mun einfaldlega flýta fyrir því að keyra mjög stóran hluta fyrirtækjanna í þrot og þess vegna höfum við talað fyrir því að það þarf einhverjar aðgerðir sem lúta að þessu,“ bætir hún við. „Það munu allir tapa á þessari krísu, það liggur alveg í augum uppi. En nú þurfum við bara að fara skynsamlegar leiðir til þess að lágmarka tjónið. Og varðandi þennan launakostnað þá er hægt að hugsa sér að hann fari niður í núll til dæmis, án þess að ráðningarsamband rofni. Það hefur verið farin sú leið til dæmis í Þýskalandi þar sem ég þekki vel til. Það er til dæmis ein leiðin en það er auðvitað stjórnmálanna að útfæra þetta,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira