Birkir um fangelsisdvölina: „Umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 14:12 Birkir lék 74 A-landsleiki, þann fyrsta 1988 og þann síðasta 2004. vísir/getty Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00