Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 18:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28