Sérstakt að fara upp án fagnaðarláta Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 22:00 Viðar Örn Hafsteinsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. VÍSIR/GETTY Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfubolta, var í vinnunni sinni í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar hann frétti að liðið væri komið upp í Domino‘s-deildina. Stjórn KKÍ ákvað að flauta körfuboltatímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar sem af honum stafar. Um leið ákvað stjórnin að aðeins efsta lið 1. deildar á þeim tímapunkti, Höttur, færi upp í Domino‘s-deildina. „Ég var bara í vinnunni og fæ póst frá formanninum um að það væri komin niðurstaða í þetta, og að við myndum fara upp um deild. Það var mjög gott. Ég kláraði bara vinnudaginn, pakkaði í töskuna og fór heim og opnaði einn kaldan í sófanum,“ sagði Viðar léttur í bragði í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hamarsmenn voru tveimur stigum á eftir Hetti og áttu liðin eftir að mætast í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið þegar tímabilið var flautað af. Þeir hafa harmað ákvörðun KKÍ og Viðar kveðst skilja afstöðu Hvergerðinga: „Já, já. Ég skil alveg að þeir séu fúlir með þetta. Það gerist bara þegar lið eru að leggja helling í þetta og ætla sér upp um deild. Auðvitað er þetta bara erfið staða og sérstök. Eins með það að komast upp um deild. Það voru engin fagnaðarlæti. Það vantar eitthvað í þetta. En það er ekkert við því að gera.“ Viðar segir að nú sé markmiðið að festa Hött í sessi í deild þeirra bestu: „Já, það er búin að vera stefnan í nokkur ár en gengið brösuglega. Við höfum farið tvisvar upp síðan ég byrjaði að þjálfa liðið og tvisvar alveg lóðbeint niður aftur. Það segir sig sjálft að í þessi tvö skipti vorum við bara ekki með nógu gott lið. Það er klárlega stefnan núna að stíga þannig á bensínið að við verðum með nógu gott lið og samkeppnishæft lið í Domino‘s-deildinni. Það er klárt mál.“ Klippa: Viðar Örn um Hött og Hamar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 „Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfubolta, var í vinnunni sinni í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar hann frétti að liðið væri komið upp í Domino‘s-deildina. Stjórn KKÍ ákvað að flauta körfuboltatímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar sem af honum stafar. Um leið ákvað stjórnin að aðeins efsta lið 1. deildar á þeim tímapunkti, Höttur, færi upp í Domino‘s-deildina. „Ég var bara í vinnunni og fæ póst frá formanninum um að það væri komin niðurstaða í þetta, og að við myndum fara upp um deild. Það var mjög gott. Ég kláraði bara vinnudaginn, pakkaði í töskuna og fór heim og opnaði einn kaldan í sófanum,“ sagði Viðar léttur í bragði í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hamarsmenn voru tveimur stigum á eftir Hetti og áttu liðin eftir að mætast í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið þegar tímabilið var flautað af. Þeir hafa harmað ákvörðun KKÍ og Viðar kveðst skilja afstöðu Hvergerðinga: „Já, já. Ég skil alveg að þeir séu fúlir með þetta. Það gerist bara þegar lið eru að leggja helling í þetta og ætla sér upp um deild. Auðvitað er þetta bara erfið staða og sérstök. Eins með það að komast upp um deild. Það voru engin fagnaðarlæti. Það vantar eitthvað í þetta. En það er ekkert við því að gera.“ Viðar segir að nú sé markmiðið að festa Hött í sessi í deild þeirra bestu: „Já, það er búin að vera stefnan í nokkur ár en gengið brösuglega. Við höfum farið tvisvar upp síðan ég byrjaði að þjálfa liðið og tvisvar alveg lóðbeint niður aftur. Það segir sig sjálft að í þessi tvö skipti vorum við bara ekki með nógu gott lið. Það er klárlega stefnan núna að stíga þannig á bensínið að við verðum með nógu gott lið og samkeppnishæft lið í Domino‘s-deildinni. Það er klárt mál.“ Klippa: Viðar Örn um Hött og Hamar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 „Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
„Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02