Guðjón Valur: Ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 11:25 Guðjón Valur kvaddi Paris Saint-Germain sem franskur meistari. vísir/epa Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila. Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril. „Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur. „Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“ Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012. Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan. Franski handboltinn Handbolti Brennslan Tengdar fréttir Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00 Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila. Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril. „Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur. „Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“ Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012. Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan.
Franski handboltinn Handbolti Brennslan Tengdar fréttir Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00 Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00
Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita