Fimm frumvörp og upplýsingaóreiða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2020 13:07 Stjórnarandstaðan telur að ríkisstjórnin geti gert betur í að styðja við heimilin og nýsköpun í þeim frumvörpum sem nú eru rædd á Alþingi og öll tengjast viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirunni. Stöð 2/Sigurjón Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00
Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12