Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:30 Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35