Íslenskur læknir smitaðist við störf erlendis og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 14:55 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Lögreglan Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira