Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 20:56 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, í miðið. Myndina birti Landsstjórn Grænlands í dag með fréttatilkynningu um fjárstuðning Bandaríkjastjórnar en hún var tekin síðastliðið haust í Nuuk í heimsókn bandaríska sendiherrans til Grænlands. Mynd/Naalakkersuisut. Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2: Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2:
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05